fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. nóvember 2024 11:30

Bönnuð efni fundust í 6 prósent varanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnafræðistofnun Evrópu (ECHA) hefur fundið vel á þriðja hundrað snyrtivörur sem innihalda efni sem eru bönnuð samkvæmt Evrópureglum. Rannsóknin var meðal annars unnin hér á Íslandi.

Euronews greinir frá þessu.

Stofnunin rannsakaði 4.500 snyrtivörur í þrettán löndum. Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Liktenstein, Lúxemborg, Ítalíu, Möltu, Litháen og Rúmeníu. Alls fundust 285 vörur sem innihéldu bönnuð efni. Eða um 6 prósent.

Mörg efnin sem fundust voru svokölluð PFAS efni, eða eilífðarefni. Þetta eru efni sem tærast ekki í umhverfinu og hafa slæm áhrif á bæði heilsu fólks og umhverfið, og er talið krabbameinsvaldandi. Þessi eilífðarefni fundust meðal annars í augnblýöntum og varablýöntum.

Annað efni, cyclotetrasiloxan eða D4, fannst í sumum brúsum af hárnæringu og í andlitsmöskum. En það er talið valda ófrjósemi.

„Neytendur ættu að vera upplýstir um það að bönnuð efni fundust í mörgum mismunandi tegundum af snyrtivörum, frá mörgum framleiðendum og í mörgum verðflokkum,“ segir í tilkynningu frá ECHA.

Eftir rannsóknina hafa yfirvöld í sumum löndum brugðist við og látið taka viðkomandi vörur úr sölu.

Í annarri rannsókn, sem frönsku umhverfissamtökin Vert létu gera, kom í ljós að eilífðarefni hafi fundist í snyrtivörum frá Sephora og Kiko.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“