fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Rússar reisa nýtt „dularfullt“ mannvirki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 07:00

Mynd sem sýnir skemmdir eftir árás á Kerch-brúna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir byggingaverkamenn eru nú að störfum nærri Kerch-brúnni, liggur á milli rússneska meginlandsins og Krímskaga. Brúin, sem var tekin i notkun 2018, er mjög mikilvæg fyrir Rússa, bæði til að þeir geti flutt vistir og hermenn á milli meginlandsins og Krím. Nú eru þeir að reisa dularfullt mannvirki við brúna.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War hefur þetta eftir úkraínskum flotaforingja sem lýsti þessu sem „dularfullu“ mannvirki. Hann sagðist telja að þetta sé annaðhvort einhverskonar „vatnstækni“ mannvirki eða einhverskonar hindrun. Þessi sami flotaforingi sagði í samtali við Kyiv Independent að ekki sé heldur hægt að útiloka að þetta eigi að vera ný tenging á milli rússneska meginlandsins og Krímskaga eða varnarvirki, enn sé of snemmt að segja til um það.

Hin 19 kílómetra langa Kerch-brú er eina beina tengingin á milli Krímskagans og rússneska meginlandsins og því skiptir hún Rússa gríðarlega miklu máli.

En Úkraínumenn réðust á brúna 2022 og 2023 og er mikilvægi hennar mun minna eftir þessar árásir því Rússar nota brúna minna en áður af ótta við nýjar árásir segir Kyiv Independent.

Úkraínski flotaforinginn sagði að óháð því hvaða tilgangi nýja mannvirkið á að þjóna, þá muni það reynast Rússum erfitt að ljúka smíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Í gær

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“