fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Lögregla með mikinn viðbúnað eftir hnífaárás í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 07:39

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um líkamsárás þar sem hníf hafði verið beitt.

Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, en frekari upplýsingar um staðsetningu liggja ekki fyrir.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað og voru tveir einstaklingar handteknir á vettvangi. Rannsókn málsins miðar vel en einn var fluttur á slysadeild með stunguáverka en ekki er vitað með ástand hans.

Fleiri óhugnanleg mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir Austurbæ, miðbænum, Vesturbænum og Seltjarnarnesi, var tilkynnt um mann með hníf fyrir utan húsnæði í miðborginni. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð vegna málsins.

Þá var lögregla í sama umdæmi kölluð til vegna líkamsárásar. Á leið á vettvang bárust þær upplýsingar að gerandi væri búinn að taka bifreið þess sem hann réðst á og væri á leið af vettvangi. Gerandinn var stöðvaður í akstri skömmu síðar á bifreiðinni og var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna ásamt því að vera grunaður um fleiri brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Í gær

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“