fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Auður kemur Höllu til varna – „Fyndið að sjá fólk býsnast yfir að forsetinn hafi ekki talað dönsku í Köben“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðakona, segir fyndið að fólk sé að hneykslast á því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands,  hafi ekki talað dönsku í Kaupmannahöfn. Raunin sé sú að danskur framburður sé snúinn og erfiður þeim sem ekki hafa sjálfir búið í Kaupmannahöfn. Auður vekur athygli á þessu á Facebook .

Auður bendir á að sjálf sé hún fluglæs á dönsku, bjó í Kaupmannahöfn í þrjú ár og lærði þar dönsku heilan vetur. Hún talar þó ensku við Dani enda þykir framburður hennar á dönskunni ekki upp á marga fiska.

Auður skrifar:

„Fyndið að sjá fólk býsnast yfir að forsetinn hafi ekki talað dönsku í Köben. Sko, að tala dönsku við Dani er ekki eins og að tala ensku við Breta eða þýsku við Þjóðverja. Danskur framburður er snúinn og auðvelt fyrir flesta sem hafa ekki búið lengi í Danmörku að vera óskiljanlegir. Sjálf er ég fluglæs á dönsku, lærði dönsku heilan vetur í Köben, bjó þar í þrjú ár, gaf lengi út bækur þar, lá í dönskum fjölmiðlum í mörg ár og kom oft fram á dönsku (til þess að heyra eldri konur á fremsta bekk hvá með vandlætingu). Í dag tala ég samt oftar ensku við Dani – hreinlega því þannig fæ ég meiri virðingu og hlustun. Að tala dönsku með slælegum framburði, hvað þá með framburði þeirra í Kaupmannahöfn þar sem er talað hratt og stiklað á orðum, gerir mann frekar þreytandi og … viðbúið að vanti upp á að ýmislegt skili sér. Eiginlega er maður bara að þreyta fólk. Ég tók einu sinni þátt í vinnubúðum með Þorvaldi Þorsteinssyni heitnum í Grænlandi, með fólki frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi, og það fyrsta sem hann lagði til var að við töluðum öll bara ensku. Af hverju ættum við, hrúga af rithöfundum frá þessum þjóðum, að tala dönsku?! Svo það varð úr. Við töluðum ensku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“