fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Ævintýraleg ráðgáta sem lögregla hefur glímt við á hálft annað ár – Hver er maðurinn sem þóttist vera löngu látin sambýliskona sín?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurður heilbrigðisráðuneytisins vakti mikla athygli í síðustu viku en þar staðfesti ráðuneytið ákvörðun landlæknis um að svipta lækni læknaleyfi. Læknirinn hafði árum saman skrifað upp á lyf til konu án þess að hitta hana. Í ljós kom að konan var löngu látin og hafði sambýlismaður hennar villt á sér heimildir til að leysa út lyf í hennar nafni.

Málið reyndist þó enn furðulegra en maðurinn hafði eins búið í félagslegri íbúð í nafni konunnar og tekið við greiðslum til hennar frá Tryggingastofnun. Konan lést árið 2014 í Úkraínu. En þar er sagan ekki öll sögð því samkvæmt frétt Vísis þá hefur lögreglan á hálft annað ár unnið að því að finna út hver þessi maður er og hvaðan hann kemur. Vísir hefur undir höndum gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum þar sem kemur fram að maðurinn var handtekinn í apríl á síðasta ári og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við húsleit á heimilinu fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Eins fundust stílabækur þar sem mátti finna innskráningarupplýsingar mannsins og konunnar, þar með talið bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleira. Eins fundust skattaframtöl beggja fyrir árin 2022 og 2023, en þá hafði konan verið látin í 8-9 ár.

Maðurinn hafi skrifað tölvupósta í nafni konunnar, notað reikning hennar á bland.is og þannig látið líta út sem konan væri lifandi. Við skýrslutöku neitaði maðurinn að sambýliskona hans væri látin og sagðist hafa heyrt í henni tveimur vikum fyrr og að hún hefði farið frá Íslandi fyrir jólin 2022. Málið komst upp eftir að lögregla var kölluð að heimili mannsins út af meintu heimilisofbeldi hans gagnvart annarri konu. Sú upplýsti lögreglu að konan sem væri skráð fyrir félagslegu íbúðinni hefði látist fyrir mörgum árum en maðurinn væri enn að taka út lyf í hennar nafni.

Maðurinn var skráður sem belgískur ríkisborgari og bentu upplýsingar frá Belgíu til þess að hann hefði langan sakaferil að baki. Þegar myndir frá Belgíu af þeim manni voru skoðaðar reyndist þó ekki um sama mann að ræða. Þá voru fingraför mannsins borin saman við fingraför frá Interpol af aðila skráðum með sama nafn og fæðingardag. Fingraförin voru ekki af sama aðila.

Maðurinn sagðist hissa á því að fingraförin pössuðu ekki en hann naut aðstoðar túlks við yfirheyrslu því hann talar rússnesku. Að sögn lögreglu vissi lögregla á þessu stigi ekkert hver þessi maður væri. Nú rúmu ári síðar telur lögregla sig loks vita hvaða maður þetta er. Rannsókn er á lokametrum en tafir má rekja til gagnaöflunar erlendis frá.

Nánar má lesa um málið hjá Vísi. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“