fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Móðir Kolfinnu hefur upplifað það að kerfið hafi ekki staðið sig sem skyldi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Móðir Kolfinnu hefur upplifað það að kerfið hafi ekki staðið sig sem skyldi og vildi koma þeirri gagnrýni mjög skýrt á framfæri; að geðheilbrigðiskerfið væri ekki að taka á móti fólki eins og það þyrfti,“

segir Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju.

Í gær birti Arna Ýrr hluta minningarorða Ingibjargar Dagnýjar Ingadóttur, móðir Kolfinnu Eldeyjar, sem ráðinn var bani fyrir tæpum mánuði. Kolfinna Eldey var jarðsungin í gær frá Grafarvogskirkju. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Sjá einnig: Kolfinna Eldey jarðsungin í dag – „Mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér“

Í viðtali við RÚV í kvöldfréttum nú í kvöld segist Arna Ýrr hafa sömu reynslu í sínu starfi.

„Ég upplifi það mjög sterkt að það aukist mjög vanlíðan fólks, og að fólk fái ekki alltaf þá þjónustu sem það þarf á að halda. Og við þurfum virkilega að fara að íhuga það að breyta forgangsröðuninni í samfélaginu okkar. Ójöfnuðurinn er að aukast, misskiptingin er að aukast, sálfræðiþjónusta er gríðarlega dýr, það eru langir biðlistar í alla þjónustu.“

Segir hún að grípa þurfi einstaklinga áður en kemur í óefni.

„Ég hef upplifað alltof mörg dæmi um að fólk sé búið að grátbiðja um hjálp í geðheilbrigðiskerfinu og gefst bara upp og það gerist eitthvað hræðilegt. Ég hef komið að því að jarðsyngja ungar manneskjur sem hafa tekið líf sitt eftir að hafaverið sendar heim af geðheilbrigðisstofnun. Ég veit um fólk sem er á biðlistum þangað til það er aðframkomið.“

Hlusta má á viðtalið við Örnu Ýr í heild sinni í kvöldfréttum RÚV.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“