fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Inga fengið nóg og rúmlega það: „Með hreinum ólíkindum hvað við erum fljót að gleyma“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekk­ert sam­fé­lag fyr­ir utan okk­ar myndi af æðru­leysi samþykkja kerfi sem gert er til þess ein­göngu að reisa enn og aft­ur gjald­borg um heim­ili lands­ins á meðan skjald­borg er reist um banka­kerfið og fjármagnsöflin,“ segir Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Inga um verðtrygginguna og neytendalán og segir að íslenskir lántakar fái aldrei að vita hversu mikið þeir þurfa í raun að borga af lán­um sín­um.

Enginn fyrirsjáanleiki, engin framtíðarplön

„Hús­næðislán­in stökk­breyt­ast í græðgiskjafti bank­anna án þess að lán­tak­inn fái rönd við reist. Eng­inn fyr­ir­sjá­an­leiki, eng­in framtíðar­plön er hægt að gera í þessu ófremd­ar­ástandi sem sí­end­ur­tekið fær að kúga og níðast á al­menn­ingi. Við Íslend­ing­ar meg­um lúta sér­ís­lensku ok­ur­kerfi sem hvergi á sér hliðstæðu í nokkru lýðræðis- og rétt­ar­ríki. Hið sér­ís­lenska fyr­ir­brigði sem verðtrygg­ing­in er er hannað sér­stak­lega til þess að kúga lán­taka og sjúga af þeim allt sem þeir eiga,“ segir Inga sem furðar sig á því að þetta sé látið viðgangast hér á landi þar sem „gjaldborg“ sé slegin um heimili landsins en „skjaldborg“ um bankakerfið.

„Það er í raun með hrein­um ólík­ind­um hvað við erum fljót að gleyma því þegar Sam­fylk­ing og VG reistu ná­kvæm­lega slíkt varn­ar­kerfi um pen­inga­öfl­in í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008 þar sem þúsund­ir og aft­ur þúsund­ir misstu heim­ili sín og all­ar eig­ur.“

Hafa aldrei ætlað að verja heimilin

Inga segir í grein sinni að þegar verðtryggingunni var komið á, á sínum tíma, hafi hún einnig gilt um launin í landinu.

„Þannig var verðtrygg­ing­in ekki ein­ung­is til að setja belti og axla­bönd á fjár­mála­kerfið held­ur líka að tryggja að laun­in okk­ar væru verðtryggð. En rík­is­stjórn þess tíma ákvað að það borgaði sig ekki að verðtryggja laun­in. Það kostaði of mikið. Þannig breyttu þeir kerf­inu svo eng­inn gæti hagn­ast á því nema pen­inga­öfl­in í land­inu og þeir sem spila matador með sparnað al­menn­ings,“ segir Inga og bætir við að verðtryggingin sé böl sem meðal annars kemur í veg fyrir að nokkur geti myndað eignarhlut í íbúðinni sinni nema hann sé á ofurlaunum.

Inga kveðst ítrekað hafa lagt fram frumvörp á Alþingi frá því hún var kjörin á þing 2017 um afnám verðtryggingar á neytendalán.

„Það er skemmst frá því að segja að rík­is­stjórn­in hend­ir þess­um frum­vörp­um um­hugs­un­ar­laust í ruslið þrátt fyr­ir dig­ur­barka­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar­flokk­anna um að það væri ráð að skoða verðtryggð neyt­endalán m.t.t. þess að af­nema þau. Staðreynd­in er sú að þau hafa aldrei ætlað að af­nema verðtrygg­ing­una, þau hafa aldrei ætlað að verja heim­il­in. Þau hafa alltaf ætlað að verja okrið, eigna­upp­tök­una og græðgiskúg­un­ar­hag­kerfið. Árum sam­an hafa stjórn­völd án nokk­urr­ar blygðunar viðhaldið þessu viður­styggi­lega eigna­upp­töku­kerfi þrátt fyr­ir að þykj­ast vilja eitt­hvað allt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“