fbpx
Þriðjudagur 08.október 2024
Fréttir

Guðni segir að Bogi hafi svarað „þrætunni“ betur en allir stjórnmálamennirnir til samans

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að umræðunni um Hvassahraunsflugvöll hljóti að vera lokið miðað við umræðu síðustu daga.

„Vit­leys­an um að farga Reykja­vík­ur­flug­velli er strand. Eldguðinn hef­ur talað og eng­um heil­vita manni dett­ur í hug að halda áfram umræðu um flug­völl í kjaft­in­um á eld­gosi,“ segir Guðni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Já, já og nei, nei“

Skýrsla starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni var kynnt í síðustu viku og er óhætt að segja að skýrslan hafi vakið viðbrögð og umræður. Skýrsluhöfundar telja að veðurskilyrði mæli ekki gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni, að flugvallarsvæði væri að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og að langtímaáhrif verði ekki mikil á innanlandsflug verði það fært á nýjan flugvöll.

Meðal tillagna hópsins er að skilgreint svæði verði tekið frá upp af Hvassahrauni fyrir þrjár flugbrautir og að unnið verði að frekari rannsóknum.

Guðni segir að nefndin hafi bæði verið tvísaga og hlutdræg í tilsvörum sínum, ekki síst séu þau borin saman við rök eldfjallafræðinga. Þannig segi nefndin að „ólíklegt sé talið að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði og þó sé það ekki útilokað.“

„Og svona þvæl­ir nefnd­in fram og aft­ur um málið; ræðan öll er „já, já og nei, nei“. Enda er nefnd­in að uppistöðu hags­munaaðilar af Suður­nesj­um og úr Reykja­vík sem hafa flutn­ing flug­vall­ar­ins úr Vatns­mýr­inni að leiðarljósi.“

„Sennilega er Boga málið skylt“

Í grein sinni vísar Guðni í viðbrögð Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings og Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem voru báðir ómyrkir í máli.

Boga líst ekkert á flugvöll í Hvassahrauni – Þurfum að eyða peningum í margt mikilvægara en nýjan flugvöll

„Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði, seg­ir: „…það eru miklu meiri lík­ur á að hraun flæði yfir það stæði held­ur en nokk­urn tíma þar sem flug­vell­irn­ir eru nú þegar.“ Það sé kjána­skap­ur að tala um að ekki þurfi að taka til­lit til elds­um­brota. Þannig tala all­ir þeir sem kall­ast sér­fræðing­ar í elds­um­brot­um og hafa tjáð sig.“

Þá segir hann að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafi svarað „þrætunni“ betur en allir stjórnmálamennirnir til samans. Þannig væri hvorki raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll.

„Svo bæt­ir hann við: „Við vit­um að það þarf að styrkja vega­kerfið veru­lega, heil­brigðis­kerfið, lög­gæsl­una og margt fleira.“ Senni­lega er Boga málið skylt og Icelandair ætlað að bera þung­ann af vit­leys­unni og bruðlinu.“

Umræðunni hljóti að vera lokið

Guðni segir að þjóðin yrði að borga brúsann af 300 til 400 milljarða króna flugvelli.

„Sú var tíðin að þjóðin átti Vatns­mýr­ina. En á einni nóttu seldi Sam­fylk­ing­in, eða þáver­andi fjár­málaráðherra Katrín Júlí­us­dótt­ir, Reykja­vík­ur­borg flug­völl­inn fyr­ir jarðaverð. Flokks­bróðir henn­ar Dag­ur B. Eggerts­son, þá staðgeng­ill borg­ar­stjóra, var hinum meg­in borðsins.“

Guðni nefnir að lokum að nú hafi Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra slegið á fingur nefndar sinnar og segi flugvallarumræðuna út af borðinu með afgerandi orðum.

„Hann myndi ekki setja sína eig­in pen­inga né al­menn­ings í þenn­an Hvassa­hrauns­flug­völl vegna náttúruvár. Sig­urður Ingi veit að þótt nefnd­ir starfi eru það stjórn­mála­menn sem taka loka­ákvörðun. Umræðunni um Hvassa­hrauns­flug­völl hlýt­ur að vera lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar mjög svartsýnir á að kaupmáttur aukist – Framsóknarmenn bjartsýnastir

Íslendingar mjög svartsýnir á að kaupmáttur aukist – Framsóknarmenn bjartsýnastir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur lenti í skelfilegri kakkalakkaplágu á Tenerife – Vaknaði við kvikindin skríðandi ofan á sér

Íslendingur lenti í skelfilegri kakkalakkaplágu á Tenerife – Vaknaði við kvikindin skríðandi ofan á sér
Fréttir
Í gær

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri