fbpx
Þriðjudagur 08.október 2024
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður veltir fyrir sér hvort nýtt hrun sé í aðsigi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heim­ur­inn gæti jafn­vel farið að sjá skýr­ari merki hruns fyr­ir ára­mót – jafn­vel verra en 2008,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi þingmaður, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Guðmundur, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1979 til 1983 og aftur 1987 til 1991, að mörg teikn séu á lofti sem minni á aðdraganda fyrri hruna.

Guðmundur bendir á að efnahagshrun gangi yfir heimsbyggðina með reglulegu millibili og allt fari í hringi í þeim efnum. Þannig sé mörgum hrunið 2008 enn í fersku minni.

„Seðlabanki Banda­ríkj­anna (Federal Reserve) ákvað að stór­lega lækka vexti. Bank­ar og fjárfestingafyrirtæki gripu tæki­færið og juku lán hjá seðlabank­an­um, sem brást við með mik­illi prent­un doll­ara. Pen­inga­magn í um­ferð jókst, og bank­ar tóku að lána al­menn­ingi háar fjár­hæðir á hærri vöxt­um, jafn­vel fólki sem hafði litla mögu­leika á að standa í skil­um – und­ir­máls­lán. Lána­skil­yrði, sem áður voru í hæsta lagi 60% af fasteignaverði, fóru yfir 90%,“ segir Guðmundur og rifjar upp aðdraganda hrunsins 2008.

„Þegar þessi lán fóru í van­skil, gripu bank­ar og fjárfestingasjóðir til þess ráðs að selja skulda­bréf fast­eignaviðskipt­anna, jafn­vel sem vafn­inga und­ir­máls­lána blandað sam­an við betri verðbréf, til að fela galla þeirra. Viðskipt­in urðu gríðarleg, og milliliðirn­ir sem sáu um söl­una högnuðust veru­lega. Van­skil urðu til þess að fjöldi fólks missti al­eig­una, fasteignaverð hríðféll og at­vinnu­leysi jókst veru­lega. Hrunið varð æv­in­týra­legt að um­fangi,“ segir Guðmundur og bætir við að gallar kapítalíska kerfisins hafi orðið augljósir.

Nauðsynlegt hafi verið setja lög um víðtækt eft­ir­lit og strang­ari skil­mála inn­an kerf­is­ins. Að lok­um hafi almenningur borgað brúsann.

„Seðla­prent­un Banda­ríkj­anna vek­ur marg­ar spurn­ing­ar. Upp­safnaður halli rík­is­ins nem­ur nú um 35,3 bill­jón­um dala. Ein bill­jón jafn­gild­ir millj­ón millj­ón­um. Verðgildi doll­ar­ans lækk­ar sem því nem­ur. Í raun er þetta eins kon­ar skatt­lagn­ing á þau ríki sem hafa safnað sjóðum í doll­ur­um. Verðgildi doll­ar­ans sem heims­gjald­miðils er því áhyggju­efni,“ segir Guðmundur sem spyr hvort hallinn sé að vaxa hraðar en þjóðarframleiðslan.

„Asíu­lönd­in eru að snúa viðskipt­um sín­um meira að Indlandi, Kína, Taív­an og Rússlandi. Nú eru mörg teikn á lofti sem minna á aðdrag­anda fyrri hruna. Skulda­bréfa­markaðir fara lækk­andi, fasteignaverð er á niður­leið, at­vinnu­leysi eykst, olíu­verð lækk­ar og raf­mynt­ir falla í verði. Evr­ópu­sam­bandið er einnig í vax­andi erfiðleik­um. Heim­ur­inn gæti jafn­vel farið að sjá skýr­ari merki hruns fyr­ir ára­mót – jafn­vel verra en 2008.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar mjög svartsýnir á að kaupmáttur aukist – Framsóknarmenn bjartsýnastir

Íslendingar mjög svartsýnir á að kaupmáttur aukist – Framsóknarmenn bjartsýnastir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur lenti í skelfilegri kakkalakkaplágu á Tenerife – Vaknaði við kvikindin skríðandi ofan á sér

Íslendingur lenti í skelfilegri kakkalakkaplágu á Tenerife – Vaknaði við kvikindin skríðandi ofan á sér
Fréttir
Í gær

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri