Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í september.
Í úrskurði Matvælastofnunar kemur fram að eigandi hundsins hafi ákveðið að aflífa hann sjálfur með byssuskoti. Hundurinn var orðinn veikur og fór eigandinn með hann „út á land“ þar sem hann aflífaði hann.
Dýralæknum er einum heimilt að aflífa gæludýr nema í neyðartilvikum sem ekki átti við í þessu tilviki. Var því stjórnvaldssekt að upphæð 230 þúsund lögð á eiganda hundsins.
Á vef Matvælastofnunar kemur einnig fram að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur á dag hafi verið lagðar á eiganda hrossa á Norðurlandi eystra. Sinnti hann ekki að draga úr slysahættu fyrir hrossin og bæta hófhirðu. Loks var kúabú á Suðurlandi svipt mjólkursöluleyfi vegna lélegra mjólkurgæða.