Ökumaðurinn var Andrei Korotkii, sem var yfirmaður öryggismála í kjarnorkuverinu. Sprengingin átti sér stað nærri heimili hans í bænum Enerhodar í Úkraínu. Talið er að Andrii hafi látist samstundis.
Leyniþjónusta úkraínska hersins, HUR, staðfesti drápið í færslu á heimasíðu sinni og birti mynd af bílnum. Leyniþjónustan lýsti ekki beint yfir ábyrgð á drápinu en skrifaði að Andrii hafi verið samstarfsmaður Rússa og „stríðsglæpamaður“. Hann er sagður hafa veitt Rússum upplýsingar um starfsfólk kjarnorkuversins og hafi bent á hvaða starfsfólk studdi úkraínsk sjónarmið.
Samstarf af þessu tagi hefur greinilega afleiðingar eins og leyniþjónustan segir í færslu sinni: „Sérhver stríðsglæpamaður getur átt vona á réttlátri refsingu.“