fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Öryggisstjóri hertekins kjarnorkuvers drepinn með bílsprengju

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 04:02

Hann lifði þetta ekki af. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 7 á föstudaginn var hvítum fólksbíl ekið áleiðis að úkraínska kjarnorkuverinu Zaporizjzja, sem Rússar eru með á sínu valdi, þegar hann sprakk skyndilega.

Ökumaðurinn var Andrei Korotkii, sem var yfirmaður öryggismála í kjarnorkuverinu. Sprengingin átti sér stað nærri heimili hans í bænum Enerhodar í Úkraínu. Talið er að Andrii hafi látist samstundis.

Leyniþjónusta úkraínska hersins, HUR, staðfesti drápið í færslu á heimasíðu sinni og birti mynd af bílnum. Leyniþjónustan lýsti ekki beint yfir ábyrgð á drápinu en skrifaði að Andrii hafi verið samstarfsmaður Rússa og „stríðsglæpamaður“. Hann er sagður hafa veitt Rússum upplýsingar um starfsfólk kjarnorkuversins og hafi bent á hvaða starfsfólk studdi úkraínsk sjónarmið.

Samstarf af þessu tagi hefur greinilega afleiðingar eins og leyniþjónustan segir í færslu sinni: „Sérhver stríðsglæpamaður getur átt vona á réttlátri refsingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“