fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kolfinna Eldey jarðsungin í dag – „Mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Eldey Sigurðardóttir var 10 ára gömul þegar henni var ráðinn bani fyrir um 3 vikum síðan. Hún var jarðsungin í dag frá Grafarvogskirkju og var það sóknarpresturinn Arna Ýrr Sigurðardóttir sem jarðsöng. Arna birtir af því tilefni ítarlega færslu á Facebook sem rituð er með samþykki móður Kolfinnu. Í færslunni kemur meðal annars fram að íslenskt samfélag verði að taka verulega til í geðheilbrigðiskerfinu og það sé aðeins hægt að kenna afar slæmu ástandi þess um dauða Kolfinnu:

„Í dag var Kolfinna Eldey Sigurðardóttir jarðsungin frá Grafarvogskirkju. Hún var aðeins 10 ára gömul og var okkur öllum harmdauði. Við sem samfélag syrgjum og finnum til með öllum ástvinum hennar og við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að búa öllum börnum á Íslandi öruggt skjól. Ingu Dagnýju, móður Kolfinnu fannst hluti minningarorðanna eiga erindi við okkur öll og við óskum þess af öllu hjarta að þessi hörmulegi atburður verði til þess að vekja okkur öll sem samfélag til meðvitundar um að við þurfum að efla geðheilbrigðisþjónustu margfalt.

Nú bíður fjölskyldu Kolfinnu það verkefni að fóta sig í nýjum veruleika. Verkefni okkar sem samfélags er að læra af reynslunni og gera betur. Þar bera stjórnvöld mikla ábyrgð og ég skora á þau að láta dauða Kolfinnu ekki verða til einskis.“

Mesta ráðgáta lífsins

Arna Ýrr heldur síðan áfram um orsakir dauða Kolfinnu:

,,Dauði Kolfinnu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kringumstæðurnar eru okkur algjörlega óskiljanlegar og munu líklega alltaf vera það, því það er sennilega mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér.“

Arna Ýrr segist hafa rætt atburðinn við móður Kolfinnu, Ingibjörgu Dagnýju Ingadóttur:

„Ég spurði Ingu Dagnýju, mömmu Kolfinnu, hvað hún myndi vilja að ég segði um þennan atburð. Hún sagði: Þetta var hörmulegur og ófyrirsjáanlegur atburður sem ekki er hægt að kenna neinu um nema handónýtu kerfi. Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“

Samfélagið spýti í lófana

Arna Ýrr segir bráðnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að taka rækilega til í geðheilbrigðismálum svo hörmungaratburðir af þessu tagi komi ekki fyrir aftur:

„Því miður er þetta allt of oft raunin, og við horfum upp á það æ oftar að fólk fær ekki þá aðstoð sem það þarf, sérstaklega ekki fólk sem leitar aðstoðar hjá geðheilbrigðiskerfinu. Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum.“

„Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu. Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið.“

Kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst

Arna Ýrr segir að lokum að Kolfinna Eldey hafi skilið mikið eftir sig þótt ævi hennar hafi endað svo snögglega:

„Kolfinna Eldey varð aðeins 10 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en ef við mælum okkur við eilífðina, þá verður sá tími sem við fáum hér í heimi afstæður. Og það er hægt að lifa í stuttan tíma og hafa þannig áhrif á heiminn í kringum sig að hann verði betri en áður. Og það gerði Kolfinna. Hún kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst. Hún var sólargeisli fjölskyldunnar, engillinn sem þau fengu að hafa í 10 ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“