fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Stúlkan á Sikiley reyndist vera írsk

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. október 2024 13:07

Catania á austurströnd Sikileyjar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að 22 ára íslensk stúlka hafi orðið fyrir bíl á eyjunni Sikiley í gærdag. Hún er sögð vera alvarlega slösuð á spítala.

Samkvæmt fréttunum var konan að ganga yfir götu á hringveginum við Cataniu, á austurströnd eyjunnar síðdegis í gær þegar hún varð fyrir bíl á leiðinni í átt að hverfinu Nesima.

Var hún flutt með sjúkrabíl á Policlinico spítalann. Sagt er að ástand hennar sé alvarlegt en ekkert frekar uppgefið en það.

Lögreglan er nú að rannsaka tildrög slyssins.

Að sögn flestra ítalskra miðla er konan íslenskur Erasmus skiptinemi við háskólann. En slysið varð skammt frá honum. Einn miðill segir konuna hins vegar vera írska.

Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, hefur málið ekki komið inn á borð Borgaraþjónustunnar.

Uppfært:

Ítalskir miðlar hafa gert leiðréttingu á þjóðerni stúlkunnar. Hún reyndist vera írsk og heitir Hannah Elizabeth.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“