fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fréttir

Hafnfirðingar muni fá að kjósa um Coda Terminal

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 19:40

Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Hafnarfjarðar munu fá tækifæri til að kjósa um hið umdeilda verkefni Coda Terminal þegar ákveðið ferli sem fylgir verkefninu verður klárað. Þetta sagði Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs á opnum kynningarfundi, um breytingar á aðalskipulagi bæjarins, nú fyrr í kvöld.

Verkefnið hefur reynst afar umdeilt og fjöldi íbúa bæjarins hefur mótmælt því harðlega. Coda Terminal er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það snýst í stuttu máli um að taka við miklu magni koltvísýrings og dæla því í jörðu í Straumsvík og næsta nágrenni. Hefur verkefninu meðal annars verið mótmælt á þeim grunni að koltvísýringurinn geti komist í snertingu við grunnvatn.

Valdimar, sem tekur við starfi bæjarstjóra á næsta ári, sagði á fundinum aðspurður um hvort það verði efnt til íbúakosningar um verkefnið:

„Þegar að allt saman liggur fyrir. Vörðurnar það er að segja. Álit Skipulagsstofnunar, eins hvað er í þessu fyrir okkur Hafnfirðinga nákvæmlega, fjárhagslega. Þá verður það auðvitað sett í íbúakosningu að þeirri vinnu lokinni. Þannig að svarið er einfalt, já verkefnið mun fara í íbúakosningu. Gegn því í sjálfu sér að þessar vörður … að við komumst yfir þær allar saman og við kjörnir fulltrúar teljum ásættanlegan samning liggja á borðinu og eins að og allt sé jákvætt eða það er að segja eins jákvætt og hægt getur orðið, þá hvað álit Skipulagsstofnunar varðar. Þannig að, já.“

Fundargestur kallaði þá fram úr sal:

„Já, hvað?“

Valdimar ítrekaði þá svar sitt:

„Það mun fara í íbúakosningu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússland er að missa tökin á Krím – Líklegt að stolt Pútíns verði skotmarkið innan skamms

Rússland er að missa tökin á Krím – Líklegt að stolt Pútíns verði skotmarkið innan skamms
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmaður Pútíns fannst látinn

Stuðningsmaður Pútíns fannst látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nýja raðhúsið sitt hafa verið byggt án teikninga og krefst þess að það verði keypt

Segir nýja raðhúsið sitt hafa verið byggt án teikninga og krefst þess að það verði keypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opinbera hvað gerðist í yfirheyrslunum og fleiri sláandi staðreyndir – „Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur“

Opinbera hvað gerðist í yfirheyrslunum og fleiri sláandi staðreyndir – „Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiga ekki húsið lengur en fá samt gallaða glugga bætta – Huldumaður kom að verkinu

Eiga ekki húsið lengur en fá samt gallaða glugga bætta – Huldumaður kom að verkinu