fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Ten Hag fær einn leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag fær einn leik til að bjarga starfi sínu en þetta fullyrðir enska götublaðið Sun sem er af og til með áreiðanlega heimildarmenn.

Eins og flestir vita er Ten Hag valtur í sessi á Old Trafford eftir slæmt gengi undanfarið en liðið tapaði síðasta deildarleik 3-0 gegn Tottenham og gerði svo 3-3 jafntefli við Porto í miðri viku í Evrópudeildinni.

Sun segir að síðasta tækifæri Ten Hag komi á morgun en hans menn munu þá spila við Aston Villa á útivelli.

Villa er með gríðarlega öflugt lið og spilar í Meistaradeildinni og verður alls ekki auðvelt fyrir United að næla í stig á Villa Park.

Eigendur United eru að missa þolinmæðina samkvæmt Sun og ef leikur sunnudagsins endar illa þá verður Hollendingurinn rekinn eftir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“