fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað eiganda bíls í vil eftir að hann lagði fram kvörtun eftir að hafa keypt þjónustu frá ónefndu fyrirtæki. Snerist þjónustan um að taka við bílnum við Leifsstöð og geyma hann á yfirráðasvæði fyrirtækisins á meðan eigandinn var erlendis. Eigandinn greiddi fyrirtækinu fyrir þessa þjónustu samviskusamlega, þegar hann pantaði hana, en rak hins vegar í rogastans þegar upp úr krafsinu kom að bíllinn hafði ekki verið geymdur þar sem samið hafði varið um.

Eigandinn keypti umrædda þjónustu í gegnum vef fyrirtækisins og átti bíllinn að vera í geymslu hjá því í viku í febrúar síðastliðnum. Við pöntunina greiddi eigandinn fyrir þjónustuna að fullu, alls 10.000 krónur. Fyrirtækið tók síðan við bílnum við flugvöllinn þegar eigandinn hélt utan. Í kvörtun sinni til nefndarinnar sagði eigandinn að bílinn hafi átt að vera geymdur á yfirráðasvæði fyrirtækisins. Það er þó ekki fyllilega skýrt í úrskurðinum hvort bíllinn hafi verið þar þegar eigandinn kom aftur til landsins viku síðar en miðað við það sem tók við virðist beinast við að álykta að bíllinn hafi ekki verið þar.

Auka rukkun

Eigandinn komst fljótlega að því að annað fyrirtæki hafði gjaldfært tvær greiðslur vegna bílastæðagjalda á greiðslukort hans, til viðbótar við fullnaðargreiðsluna sem hann hafði innt af hendi þegar hann gekk frá pöntuninni hjá fyrirtækinu sem hann keypti þjónustuna af. Voru þessar aukagreiðslur samtals 14.850 krónur. Kom þá í ljós að fyrirtækið, sem hann pantaði upphaflega hjá, hafði geymt bílinn allan tímann á yfirráðasvæði annars fyrirtækis. Eigandinn sagði fyrirtækið bera ábyrgð á að standa skil á gjöldum vegna geymslu bílsins á öðru svæði en sínu eigin. Hann hefði krafist endurgreiðslu en ekki tekist að ná sambandi við fyrirtækið og krefðist með kæru sinni að fyrirtækinu yrði gert að endurgreiða sér þessar aukagreiðslur auk dráttarvaxta.

Fyrirtækið tók ekki til varna fyrir nefndinni. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í skilmála á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sagði meðal annars:

„Við leggjum síðan bílnum á bílastæði okkar.“

Nefndin segir liggja fyrir að eigandi bílsins hafi verið rukkaður fyrir geymslu á bílastæði allt annars fyrirtækis. Honum hafi verið veittar þær upplýsingar að bíllinn yrði geymdur á bílastæði þess fyrirtækis sem hann keypti þjónustuna upphaflega hjá og við það hafi ekki verið staðið. Þjónustan teljist því vera gölluð í skilningi laga. Nefndin telur einnig að eigandinn hafi sýnt fram á að hafa beðið fjárhagslegt tjón vegna galla á hinni keyptu þjónustu.

Því leggur nefndin það fyrir fyrirtækið að greiða eiganda bílsins skaðabætur sem nema upphæð hinna ofgreiddu bílastæðagjalda auk dráttarvaxta frá 29.mars 2024 fram til greiðsludags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans
Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“
Fréttir
Í gær

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Í gær

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut