fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Segir nýja raðhúsið sitt hafa verið byggt án teikninga og krefst þess að það verði keypt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 18:30

Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi raðhúss á Dalvík sem byggt var 2022 kærði ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að gefa út vottorð um lokaúttekt á húsinu til úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fullyrðir eigandinn að húsið sé gallað og að ekki séu til neinar teikningar af því sem þýði að byggingarfulltrúi hafi leyft byggingu þess án þess að nokkrum teikningum hafi verið skilað. Krafðist eigandinn þess að auki að húsið yrði keypt af honum og allur lögfræðikostnaður og kostnaður vegna byggingarmeistara greiddur.

Kæran var lögð fram í september síðastliðnum en vottorð byggingarfulltrúans vegna lokaúttektar var gefið út í nóvember 2022. Aðilinn sem lagði kæruna fram er einn af eigendum hússins.

Eigandinn sagði í kæru sinni að galli hefði komið upp í húsinu og hafi þá komið í ljós að engin gögn séu til staðar fyrir húsið. Ekki verði séð að skilað hafi verið neinum teikningum af húsinu til embættis byggingarfulltrúa til skoðunar og samþykktar. Húsið hafi því verið byggt án samþykktra teikninga. Ekki liggi fyrir þau gögn sem þurfi að vera til staðar svo öryggisúttekt og lokaúttekt fari fram. Sagði eigandinn að ekki liggi ekki fyrir samþykktar teikningar af raflögnum, sérteikningum né pípulögnum fyrir húsið og þar af leiðandi séu úttektir ógildar.

Það kemur ekki fram í úrskurðinum hvaða aðili eigandinn vill nákvæmlega að kaupi húsið.

Voru viðstödd úttektina

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tekur hins vegar ekki afstöðu til þeirrar kröfu eða kröfu um að kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar og byggingamesitara verði greiddur þar sem slíkar ákvarðanir falla utan verksviðs nefndarinnar.

Aðeins var því tekin afstaða til lögmætis ákvörðunar byggingarfulltrúans að gefa út vottorðið um lokaúttekt.

Þeim anga málsins var vísað frá á þeim grundvelli að kæran hefði borist allt of seint. Kærufrestur til nefndarinnar eftir að kæranda hefur orðið kunnugt um ákvörðunina er einn mánuður.  Nefndin segir í sinni niðurstöðu að samkvæmt vottorðinu voru eigendur mannvirkisins viðstaddir vettvangsskoðun. Fram kemur á vottorðinu að kærandi sé meðal eigenda. Með hliðsjón af þessu verði að álíta að kæranda hafi verið kunnugt um ákvörðun um lokaúttekt mannvirkisins, frá þeim tíma sem hún fór fram í nóvember 2022 en eins og áður segir var kæran lögð fram í september 2024.

Því segir nefndin ljóst að kærufresturinn sé löngu liðinn.

Vottorð byggingarfulltrúans um lokaúttekt, á raðhúsi sem eigandinn fullyrðir að engar teikningar séu til af, stendur því óhaggað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Fréttir
Í gær

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans
Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“
Fréttir
Í gær

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Í gær

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut