fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mótmælendur hafi fyrr í dag heft för lögreglubifreiðar sem var í forgangsakstri á leið á slysstað.

Í dagbókinni, sem send er fjölmiðlum tvisvar á hverjum sólarhring, segir að tilkynnt hafi verið um harðan árekstur í hverfi 105 í Reykjavík. Lögreglan hafi verið send á vettvang með forgangi þar sem ekki hafi verið vitað um meiðsli. Á leið á vettvang hafi fólk í mótmælagöngu gengið í veg fyrir lögreglubifreiðina og gert í því að stöðva för lögreglunnar.

Í dagbókinni segir að það sé mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för hennar.

Ekki kemur fram um hvaða mótmæli var að ræða en væntanlega hafa þarna verið á ferð mótmælendur sem mótmæltu í dag hernaði Ísraels í Palestínu og Líbanon. Mótmælin fóru að hluta til fram við bandaríska sendiráðið við Enjateig, sem er einmitt í hverfi 105, en í fréttum fjölmiðla kemur fram að til stympinga hafi komið við sendiráðið, á milli mótmælenda og lögreglumanna, og að rauðri málningu hafi verið skvett á vegg sendiráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Fréttir
Í gær

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur
Fréttir
Í gær

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Í gær

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit