Íslendingurinn Einar Óli Einarsson sem saknað var í Torrevieja á Spáni síðan á þriðjudag er fundinn heill á húfi.
Vinur hans, Ármann Thor, segir í samtali við DV að ástandið á Einari sé gott miðað við aðstæður. Þakkar hann öllum fyrir hjálpina sem liðsinnt hafa við leitina að Einari, meðal annars með því að deila tilkynningum um hvarf hans á samfélagsmiðlum.
Einar Óli var fluttur með sjúkrabíl á háskólasjúkrahúsið í Torrevieja á þriðjudag. Honum var vísað frá sjúkrahúsinu þar sem starfsfólk skildi hann ekki. Var þetta síðdegis á þriðjudag en síðast sást til hans fyrir fyrir utan móttökuna á sjúkrahúsinu skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld.
Einar Óli fannst síðan í gærkvöld, heill á húfi.