Kona um fimmtugt hefur verið sakfelld fyrir fyrir þjófnað í starfi sínu hjá ótilgreindu fyrirtæki.
Hún var ákærð fyrir að hafa á tímabilinu 21. desember 2022 til og með 11. janúar 2023, sem starfsmaður í fyrirtæki, tekið með leynd ófrjálsri hendi reiðufé úr sjóðsvélum fyrirtækisins, samtals 305 þúsund krónur, sem hún notaði í eigin þágu.
Konan játaði brotið fyrir dómi en hún hefur ekki áður sætt refsingu. Var hún dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. október síðastliðinn.