fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Einar Gautur telur ekki við hæfi að svara hörðum skotum Ómars

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 11:30

Ómar Valdimarsson og Einar Gautur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill Ómars Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns þar sem hann vandar úrskurðarnefnd lögmanna og nefndarmönnum ekki kveðjurnar vakti mikla athygli í gær. Pistilinn birtist á Vísi í gær, en var tekinn út, en settur aftur inn í morgun.

Sjá einnig: Ómar segist aðeins vera götulögmaður og hraunar yfir „úrskurðargraut lögmanna“ og „fínilögmennina“ – „Það liggur bara við að ég fari að gráta“

Um nefndina segir Ómar meðal annars: „starfandi fínilögmenn á örlitlum samkeppnismarkaði, sem hefur verið falið að fara með agavald yfir kollegum sínum.“

DV leitaði viðbragða hjá Einari Gaut Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni og eigenda lögmannsstofunnar Lausnir, en hann er formaður úrskurðarnefndar lögmanna. Einar Gautur óskaði eftir skriflegri fyrirspurn sem hann svaraði um hæl:

„Í sjálfu sér tjáir nefndin sig ekki um svona lagað. Hún afgreiðir mál bara faglega og lögum samkvæmt. Við getum ekki farið út í opinberar umræður af þessu tagi.“

Aðspurður um fjölda úrskurða sem nefndin fjallar um á ári að meðaltali og hvort Ómar eigi metið í fjölda úrskurða fyrir nefndinni svarar Einar Gautur:

„Varðandi upplýsingar sem þú ert að falast eftir þá er nefndin að skoða lagareglur um veitingu slíkra upplýsinga, bæði heimildir til slíks og skyldur, og stendur vinna við það yfir.“

Vill ekki heldur tjá sig um skot á sig persónulega

Ómar tjáir sig um Einar Gaut persónulega í pistli sínum með orðunum: „og hefur þessi sanntrúaði maður meðhöndlað sannleikann, eins og hann skilur hann, í úrskurðarGrautnum sl. 20 ár.“

Einar Gautur var spurður hvort hann vildi tjá sig persónulega um þetta skot á hann, en hann svarar: 

„Það er ekki viðeigandi að nefndarmenn í nefnd sem á að fjalla hlutlaust um mál, sem henni berast, séu að karpa á sama tíma í fjölmiðlum. Nefndin leysir úr öllum málum í samræmi við lög og siðareglur, án manngreinarálits.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“