fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2024 12:30

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 2021 og fram í júní á þessu ári hafa Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn halað inn 462,6 milljörðum króna í hreinar vaxtatekjur. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Eins og kunnugt er voru stýrivextir lækkaðir lítillega í vikunni og er það í fyrsta sinn í rúm þrjá ár sem vextir lækka. Háir stýrivextir hafa áhrif á skuldsett heimili og í umfjöllun Heimildarinnar er ljósi varpað á það hvernig helstu viðskiptabankarnir hafa hagnast ævintýralega á síðustu árum á meðan kostnaðurinn hefur lagst á heimilin.

Bent er á það að bankarnir þrír hafi hagnast um 268,4 milljarða króna frá árinu 2021 og fram á mitt þetta ár. Skýrist hagnaðurinn að miklu leyti af vaxtamun bankanna; sum sé muninum á þeim vaxtatekjum sem bankarnir innheimta og vaxtagjöldum sem þeir greiða.

Sem fyrr segir hafa bankarnir fengið 462,6 milljarða króna, þar af 77 milljarða á þessu ári, í hreinar vaxtatekjur á þremur og hálfu ári.

Á sama tíma hafa heimili landsins þurft að greiða mikla vexti. Í umfjöllun Heimildarinnar er vísað í tölur sem Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni þar sem fram kom að heimili landsins hafi samtals greitt 109 milljarða í vaxtagjöld árið 2023. Árið 2022 voru þetta 86 milljarðar og árið 2021 tæpir 70 milljarðar. Á fyrri hluta þessa árs hafa heimilin svo greitt 61,5 milljarða í vaxtagjöld.

Nánar er fjallað um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“