fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson er ekki bara þingmaður heldur er hann í hópi reynslumestu fjölmiðlamanna þjóðarinnar eftir fjölmörg ár hjá RÚV, meðal annars í Kastljósi.

Sigmar, sem situr á þingi fyrir Viðreisn, gagnrýndi þá Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Arnar Þór Jónsson, formann Lýðræðisflokksins, í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi eftir að þeir mættu í Pallborðið á Vísi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar.

„Sem gömlum fjölmiðlamanni finnst mér alltaf óskaplega dapurt þegar stjórnmálamenn gagnrýna með þjósti þegar fréttafólk spyr sjálfsagðra og eðlilegra spurninga. Í pallborðinu á Vísi spurði Elín Margrét Böðvarsdóttir formenn fjögurra flokka, Bjarna, Sigmund, Arnar og Þorgerði, um afstöðu þeirra til þungunarrofslaga sem alþingi samþykkti á sínum tíma,“ segir Sigmar í pistli sínum og heldur áfram:

„Íhaldsmennirnir þrír brugðust allir afar illa við og virtust ekki skilja að þetta mál, sem snýst um frelsi kvenna til að ráða yfir eigin líkama, er risavaxið kosningamál núna í Bandaríkjunum og hefur líka verið víða í Evrópu. Íslendingum, ekki síst íslenskum konum, kemur svo sannarlega við hvert viðhorf stjórnmálaflokkanna er til þessara mála þótt Sigmundi og Bjarna finnist greinilega viðkvæmt að minnt sé á að þeir greiddu atkvæði gegn lögunum á sínum tíma,“ sagði Sigmar sem hrósaði fjölmiðlakonunni Elínu Margréti Böðvarsdóttur.

„Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu og hélt sig fast við spurninguna. Fjölmiðlar eiga allan rétt í heiminum til þess að ákveða sjálfir spurningar sem þeir bera upp og stjórnmálamenn eiga ekki að tala það niður með hroka eins og gert var í þættinum. Jafnvel þótt efnið sé þeim viðkvæmt.“

Færsla Sigmars vakti töluverð viðbrögð og sagði Karen Kjartansdóttir, almannatengill og stjórnmálaskýrandi:

„Þegar leitað er svara hjá íhaldsmönnum kemur alltaf í ljós að þeir byggja meira og minna allan sinn málflutning á eigin tilfinningum og rjúka svo upp eins og dramadrottningar þegar þeir eru beðnir um að rökstyðja mál sitt. Það er nú öll skynsemishyggjan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO
Fréttir
Í gær

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“