fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 08:00

Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er 2024 og við erum stödd þarna. Við erum að tala um virði starfa og að launa­setja störf. Fé­lagið á að standa vörð um rétt­indi og kjör hjúkr­un­ar­fræðinga og því för­um við þessa leið,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið greinir frá því í dag að for­stöðuhjúkr­un­ar­fræðing­ar á tveim­ur sviðum Land­spít­alans fá greidd ríf­lega 150 þúsund krón­um lægri laun en for­stöðulækn­ar á sömu sviðum. Bent er á það að allir hjúkr­un­ar­fræðing­arn­ir séu kven­kyns en lækn­arn­ir karl­kyns og öll heyri undir framkvæmdastjóra sviðanna. Framkvæmdastjórarnir eru ýmist læknar eða hjúkrunarfræðingar og fá allir greidd sömu laun.

Þetta er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ósátt við og telur að um ólögmætan kynbundinn launamun sé að ræða. Hefur félagið sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála.

Guðbjörg segir í samtali við Morgunblaðið að umgjörð starfanna, ábyrgð, skyldur og starfssvið sé það sama. „Þau leystu hvert annað af í sumar,“ segir hún.

Landspítalinn hefur frest til 6. nóvember næstkomandi til að skila greinargerð vegna kærunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO
Fréttir
Í gær

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“