fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Svakaleg myndbönd frá flóðunum á Spáni – Heilu göturnar breyttust í stórfljót

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 64 hafa fundist látnir eftir skelfileg skyndiflóð í Valencia-héraði á Spáni. Heilu þorpin hafa farið á kaf og tjónið er mikið. Þetta eru mannskæðustu flóð Spánar frá árinu 1996 þegar yfir 80 fórust undir Pýreneafjöllum.

Óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem viðbragðsaðilar hafa ekki enn komist á ákveðin svæði. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, ávarpaði spænsku þjóðina í morgun þar sem hann vottaði aðstandendum hinna látnu samúðar.

Sagði hann að það væri algjört forgangsatriði hjá spænskum yfirvöldum að koma þeim til hjálpar sem orðið hafa fyrir flóðunum.

Þórdís Björt Sigþórsdóttir er búsett í Valencia ásamt manni sínum og þremur börnum en hún ræddi málið í hádegisfréttum RÚV. Segir hún að þau svæði sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum séu suður af flugvellinum í Valencia. Miðborgin hafi sloppið vel.

„Þetta er mjög sérstakt hvað þetta er nálægt en samt einhvern veginn hérna í miðbænum er allt frekar rólegt og fólk er úti á götum að labba. En það kom samt í gær tilkynning þannig að það eru engir skólar í dag, fólk á bara að halda sig inni,“ sagði hún.

Á vefmiðlum víða má sjá myndir og myndbönd sem sýna, svart á hvítu, hversu gríðarlega umfangsmikil flóðin voru. Heilu göturnar breyttust í stórfljót sem hrifu meðal annars með sér ökutæki og annað lauslegt. Á sama tíma sátu íbúar fastir á heimilum sínum.

Á myndbandinu hér að neðan má meðal annars sjá þegar skyndiflóð tekur með sér brú í smábænum Paiporta í Valencia-héraði. Yfirvöld hafa staðfest að eitt ungt barn hafi látist í flóðunum í bænum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO
Fréttir
Í gær

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“