Samningurinn kveður á um að Úkraína fá lán upp á 45 milljarða evra. Það er í sjálfu sér ekki þessi háa lánsfjárhæð sem vekur mesta athygli, heldur hvernig lánið verður fjármagnað.
Fjármögnunin verður byggð á vöxtum og ágóða af þeim miklu rússnesku fjármunum sem Vesturlönd frystu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022.
Frysting peninganna var hluti af refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Í ESB voru 210 milljarðar evra, sem eru í eigu rússneska seðlabankans, frystir.
Það er á grunni þessara fjármuna sem ESB, Bandaríkin og hin G7-ríkin hafa náð saman um að taka lán upp á 45 milljarða evra. Lánið verður greitt með vöxtum og ávöxtun rússnesku fjármunanna að því er segir í tilkynningu frá G7-ríkjunum.
Fyrsti hluti lánsins verður greiddur til Úkraínu 1. desember.