fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 04:20

Pútín er væntanlega brjálaður yfir þessu. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn náðu G7-ríkin samkomulagi um samning um að framvegis muni Vladímír Pútín sjálfur greiða fyrir vopnakaup Úkraínu og efnahagsstuðning við landið. Áður hafði mikill meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkt þennan sama samning.

Samningurinn kveður á um að Úkraína fá lán upp á 45 milljarða evra. Það er í sjálfu sér ekki þessi háa lánsfjárhæð sem vekur mesta athygli, heldur hvernig lánið verður fjármagnað.

Fjármögnunin verður byggð á vöxtum og ágóða af þeim miklu rússnesku fjármunum sem Vesturlönd frystu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022.

Frysting peninganna var hluti af refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Í ESB voru 210 milljarðar evra, sem eru í eigu rússneska seðlabankans, frystir.

Það er á grunni þessara fjármuna sem ESB, Bandaríkin og hin G7-ríkin hafa náð saman um að taka lán upp á 45 milljarða evra. Lánið verður greitt með vöxtum og ávöxtun rússnesku fjármunanna að því er segir í tilkynningu frá G7-ríkjunum.

Fyrsti hluti lánsins verður greiddur til Úkraínu 1. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna