fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum að þora að breyta um stefnu, horfa á vandann með nýjum augum og leita lausna sem byggjast á skilningi og samkennd,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær.

Þar lýsir hann því að ógnvekjandi sjón hafi mætt honum þegar hann var á leið til vinnu í gærmorgun: Lögreglumanni sem hélt á hríðskotabyssu.

„Það var eitthvað ógnvekjandi við þessa sjón, eitthvað sem vakti tilfinningar um að öryggi okkar sé á veikum grunni. Miðað við að Selenskí var að halda ræðu inni í þinghúsinu finnst kannski einhverjum þetta eðlilegt – að inngangurinn að hjarta lýðræðis okkar sé varinn með slíkum vopnaburði. En fyrir mér var þetta óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt,“ segir Björn Leví í grein sinni.

Hann segir að þessi reynsla hafi fengið hann til að hugsa um aukinn vopnabúnað, ekki bara hjá lögreglunni heldur einnig hjá unga fólkinu okkar.

Getum við fundið örugga samfélagið aftur?

„Munum við nokkurn tíma geta stigið skrefið til baka? Getum við fundið aftur það örugga samfélag sem við eitt sinn þekktum, saklausa Ísland þar sem fólk læsti ekki einu sinni útidyrahurðinni?“

Björn bendir á að það sé oft þannig að hræðilegir atburðir gerist og í kjölfarið grípi stjórnvöld til aðgerða til að sýnast vera að taka ábyrgð.

„Yfirleitt eru viðbrögðin sýnilegt öryggi – aukin vopnvæðing og harðari viðurlög. En eru þessi viðbrögð eitthvað sem hefði komið í veg fyrir þessa hræðilegu atburði? Við rafbyssuvæðum lögregluna á sama tíma og talað er um skipulagða glæpastarfsemi, eins og rafbyssur muni hafa nokkur áhrif á þá starfsemi. Þetta eru bjargráð sem snúa að einkennum vandans, ekki rótum hans,“ segir BJörn sem er þeirrar skoðunar að við þurfum öðruvísi hugsun, öðruvísi pólitík sem kafar ofan í rót vandans og finnur raunverulegar lausnir sem koma í veg fyrir skaðann áður en hann verður.

„Þess vegna mæla Píratar með skaðaminnkun alls staðar. Eigum við ekki að regluvæða vímuefni til að koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Þegar áfengið var bannað varð til skipulögð glæpastarfsemi utan um áfengi. Sagan sýnir okkur að bannstefna leiðir oft til meiri vandamála, ekki færri. Auðvitað hvarf áfengisvandinn ekki þegar áfengi var lögleitt. Vímuefnavandi verður alltaf til staðar og geðheilbrigðisvandi líka.“

Verðum að þora

Björn segir að með því að bera virðingu fyrir vandanum og mæta fólki þar sem það er statt getum við veitt þá hjálp sem þarf.

„Við getum byggt upp sterkara samfélag sem styður við bakið á þeim sem eiga í erfiðleikum, frekar en að ýta þeim út á jaðarinn. Þannig getum við dregið úr þörfinni fyrir vopnvæðingu lögreglu og ungmenna okkar. Að halda áfram að gera það sama aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu er ekki raunhæft. Við verðum að þora að breyta um stefnu, horfa á vandann með nýjum augum og leita lausna sem byggjast á skilningi og samkennd,“ segir Björn og bætir við að með því getum við skapað samfélag þar sem öryggi okkar byggist ekki á ótta og vopnum, heldur á trausti, virðingu og samstöðu.

„Við þurfum nýja nálgun og nýja pólitík sem setur fólk í forgrunn og leitar varanlegra lausna til framtíðar,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Í gær

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“