fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Kona í klóm eltihrellis eftir stutt kynni á gistiheimili – Skildi eftir rós á tröppunum og áreitti hana í kirkju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. október 2024 18:55

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni var birt dómsorð í Lögbirtingablaðinu í morgun vegna dóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 9. október síðastliðinn. Dómurinn hafði ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en eftir að DV hafði samband við dómstólinn og óskaði eftir afrit af dómnum var dómurinn birtur í dag.

Málið varðar margendurtekið umsáturseinelti og brot mannsins á nálgunarbanni gagnvart konu einni eftir stutt kynni þeirra á gistiheimili á Norðurlandi.

Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa endurtekið elt, fylgst með og sett sig í samband við konuna frá 31. júlí 2023 til 18. maí 2024, setið fyrir henni, komið að heimili hennar að, kíkt á glugga á heimilinu, skilið eftir gjafir við heimili hennar í hennar óþökk, og stöðugt reynt að hafa samband við hana í síma eða á öðrum fjarskiptamiðlum, og haldið þessari hegðun áfram þrátt fyrir að hann hefði verið settur í nálgunarbann við hana með ákvörðun lögreglustjóra frá 8. desember 2023 í þrjá mánuði og það framlengt frá 6. mars 2024 í sex mánuði. Auk þess að hafa þann 18. maí 2024 sent yfirmanni konunnar þrjá tölvupósta með aðdróttunum og hvatningu um að víkja henni úr störfum.

Maðurinn er sakaður um að hafa í fjölmörg skipti brotið nálgunarbannið gagnvart konunni, meðal annars með því að skilja eftir rós á útitröppunum fyrir framan heimili hennar og fyrir að áreita hana  við messu í kirkju.

Einnig veitti hann henni eftirför í verslun og áreitti hana þar, auk þess sem hann reyndi að troða sér upp í bíl hennar fyrir utan heimili hennar.

Maðurinn sótti ekki réttarhöldin og ekki hefur tekist að birta honum dóminn, sem fyrr segir. Hann var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Einnig er honum gert að greiða yfir milljón í lögmannakostnað vegna málsins.

Ólíklegt verður að teljast að þessar fjárkröfur innheimtist þar sem maðurinn finnst ekki.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir