fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 08:08

Svona var staðan í vesturhluta Valencia í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hafa fundist lík en af virðingu við aðstandendur veitum við ekki frekari upplýsingar,“ segir Carlos Mazon, héraðsstjóri Valencia á Spáni, í samtali við við breska ríkisútvarpið, BBC, um skelfileg skyndiflóð sem sett hafa heilu þorpin á kaf og valdið miklu tjóni.

Úrhellisrigning hefur verið á suðausturhluta Spánar og hafa sem fyrr segir einhverjir látist. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðan í gær og óttast yfirvöld að fleiri lík muni finnast. Notast leitarhópar meðal annars við dróna.

Sex íbúum þorpsins Letur er saknað en íbúafjöldi þar er innan við þúsund. Letur er þorp í austurhluta Albacete-héraðs. „Forgangsatriði okkar er að finna þetta fólk,“ segir Milagros Tolon, fulltrúi bæjaryfirvalda í Letur í samtali við spænska ríkisútvarpið.

Vakin var athygli á stöðunni á Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca þar sem mjög alvarlegri stöðu var lýst. „Trúi ekki að þetta sé hér á Spáni og maður er aldrei var við þetta. Kom smá gustur hér í Torrevieja en ekkert til þess að ræða um. Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá,” sagði einn í hópnum. „Þetta er svakalegt,“ segir annar.

Spænska veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun í Valencia-héraði og þá er næst hæsta viðbúnaðarstig í gildi í sumum hlutum Andalúsíu-héraðs. Borgaryfirvöld í Valencia hafa tilkynnt að skólar verði lokaðir í dag og allir íþróttaviðburðir felldir niður.

 

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Í gær

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Í gær

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“