fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 08:08

Svona var staðan í vesturhluta Valencia í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hafa fundist lík en af virðingu við aðstandendur veitum við ekki frekari upplýsingar,“ segir Carlos Mazon, héraðsstjóri Valencia á Spáni, í samtali við við breska ríkisútvarpið, BBC, um skelfileg skyndiflóð sem sett hafa heilu þorpin á kaf og valdið miklu tjóni.

Úrhellisrigning hefur verið á suðausturhluta Spánar og hafa sem fyrr segir einhverjir látist. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðan í gær og óttast yfirvöld að fleiri lík muni finnast. Notast leitarhópar meðal annars við dróna.

Sex íbúum þorpsins Letur er saknað en íbúafjöldi þar er innan við þúsund. Letur er þorp í austurhluta Albacete-héraðs. „Forgangsatriði okkar er að finna þetta fólk,“ segir Milagros Tolon, fulltrúi bæjaryfirvalda í Letur í samtali við spænska ríkisútvarpið.

Vakin var athygli á stöðunni á Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca þar sem mjög alvarlegri stöðu var lýst. „Trúi ekki að þetta sé hér á Spáni og maður er aldrei var við þetta. Kom smá gustur hér í Torrevieja en ekkert til þess að ræða um. Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá,” sagði einn í hópnum. „Þetta er svakalegt,“ segir annar.

Spænska veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun í Valencia-héraði og þá er næst hæsta viðbúnaðarstig í gildi í sumum hlutum Andalúsíu-héraðs. Borgaryfirvöld í Valencia hafa tilkynnt að skólar verði lokaðir í dag og allir íþróttaviðburðir felldir niður.

 

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt