fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Áttaði sig ekki á því fyrr en um seinan að hún ók yfir á rangan vegarhelming

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 30. október 2024 12:44

Mynd af Toyota Yaris bifreiðinni, sem var ekið yfir á rangan vegarhelming. Mynd: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna banaslyss sem varð á Vesturlandsvegi nánar til tekið á móts við Skipanes sem er við Grunnafjörð en sá fjörður er á milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Slysið varð í desember á síðasta ári með þeim hætti að árekstur varð á milli Toyota Yaris bifreiðar og Volvo bifreiðar. Ökumaður fyrrnefnda bílsins, kona á sjötugsaldri, lést í slysinu en ökumaður og farþegi í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Konan hafði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming og ekki reynt að forða árekstri fyrr en tveim sekúndum áður en hann varð. Talið er að hún hafi misst athyglina frá akstrinum, mögulega vegna þreytu.

Á þessu korti má sjá hvar slysið varð. Mynd: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Í skýrslunni kemur fram að Toyota Yaris bifreiðinni hafi verið ekið suðaustur Vesturlandsveg í átt að gatnamótum við Skipanesveg. Á sama tíma var Volvo bifreiðinni ekið úr gagnstæðri átt, norðvestur Vesturlandsveg. Toyota bifreiðinni var ekið yfir á vinstri akrein og framan á Volvo bifreiðina í hörðum árekstri á móts við gatnamótin. Ökumaður Toyota bifreiðarinnar lést í slysinu. Ökumaður og farþegi í framsæti Volvo bifreiðarinnar slösuðust alvarlega.

Tilkynnt var um slysið um klukkan 14:30. Átta stigi hiti var og lítill vindur en rigning.

Á leið Toyota bifreiðarinnar var mjúk vinstri beygja áður en komið var að 200 metra beinum kafla á gatnamótunum við Skipanes. Á þeim vegarkafla var, samkvæmt skýrslunni, Toyota bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins, yfir á gagnstæðan vegarhelming og í veg fyrir Volvo bifreiðina.

Ástand orsakaði ekki

Samkvæmt skýrslunni mátti samkvæmt niðurstöðum bíltæknirannsókna ekki rekja orsakir slyssins til ástands bifreiðanna.

Báðum bifreiðum er lýst all ítarlega í skýrslunni. Toyota bifreiðin var á negldum vetrarhjólbörðum sem voru óhreinir af tjöru.

Volvo bifreiðin skemmdist mikið að framan vinstra megin. Hún var útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Í skýrslunni segir að ekkert hafi bent til skyndibilunar í bifreiðinni en að hemlabúnaður hafi verið slitinn og tærður sem og höggdeyfir hægra megin að aftan.

Toyota bifreiðin var árgerð 2017 en Volvo bifreiðin árgerð 2005.

Hraði Toyota bifreiðarinnar var 80 kílómetrar á klukkustund en þessar upplýsingar voru lesnar af loftpúðatölvu hennar. Hins vegar var vegna aldurs Volvo bifreiðarinnar ekki hægt að sækja upplýsingar um hraða hennar úr tölvu.

Lyf fannst í blóði hinnar látnu en það var samkvæmt ávísun læknis og í hæfilegum skömmtu. Akstur er heimill við noktun lyfsins.

Engin hemlun og of sein að hægja á sér

Engin vitni voru að slysinu fyrir utan ökumanninn og farþegann í Volvo bifreiðinni. Þeir mundu ekki eftir Toyota bifreiðinni fyrr en skömmu eftir áreksturinn. Á slysstaðnum sáust engin ummerki um að hin látna hefði hemlað og ekki sáust heldur nein ummerki um hemlun Volvo bifreiðarinnar.

Skemmdir og ummerki á Toyota bifreiðinni bentu til að hún hafi verið komin vel yfir á vegarhelminginn sem Volvo bifreiðin var á þegar áreksturinn varð og stefnt út fyrir akbrautina. Skemmdir og ummerki á Volvo bifreiðinni bentu aftur á móti til að hún hafi verið inni á útskoti þegar áreksturinn varð.

Úr loftpúðatölvu Toyota bifreiðinnar var hægt að lesa þær upplýsingar að fimm sekúndum fyrir slysið var ökuhraðinn 97 kílómetrar á klukkustund. Tæpum tveimur sekúndum fyrir slysið lyfti konan fæti af bensíngjöfinni og tæpri sekúndu fyrir slysið steig hún á bremsuna. Bifreiðin var á 105 kílómetra hraða á klukkustund 1,35 sekúndum fyrir slysið en við áreksturinn var hún á 80 kílómetra hraða á klukkustund.

Hraði Volvo bifreiðarinnar var áætlaður 58-72 kílómetrar á klukkustund, út frá snúningshraða vélarinnar, gírhlutföllum og þvermáli hjólbarða.

Um þessi viðbrögð konunnar sem lést segir í skýrslunni að tæpum tveim sekúndum fyrir slysið hafi hún byrjað að sýna viðbrögð við yfirvofandi hættu. Konan hefði ekið á beina 200 metra vegarkaflanum, þar sem áreksturinn varð, í um 6 sekúndur, að því virðist án þess að átta sig á því að ökutækið var á leið yfir á gagnstæða akrein.
Segir enn fremur að bensíninngjöf  hafi verið 100 prósent frá upphafi aflesturs úr loftpúðatölvu þar til tæpum tveim sekúndum fyrir slysið.

Slaki á beltinu

Í skýrslunni segir enn fremur að öryggisbelti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Það hafi hins vegar verið dregið allt út við slysið eins og ökumaðurinn hafi verið með slaka á beltinu. Ekki liggi fyrir skýringar á því.

Sennilegt sé að ökumaðurinn hafi ekki verið með athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi í nokkrar sekúndur eftir að hann ók úr beygjunni og inn á beina kafla vegarins, þar sem áreksturinn varð.

Ökumaður og farþegi Volvo bifreiðarinnar mundu lítið eftir aðdraganda slyssins en mundu eftir því að Toyota bifreiðinni var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Ökumaðurinn sagðist hafa áttað sig á rétt fyrir slysið í hvað stefndi. Hann hafi hægt ferðina og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og ahnn treysti sér til.

Skert athygli

Það er eins og áður segir niðurstaða skýrslunnar að orsök slyssins sé sú að konan á Toyota bifreiðinni hafi ekið yfir á rangan vegarhelming. Í skýrslunni segir  að hún hafi sennilega ekki orðið vör við við að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming þar til tveim sekúndum fyrir slysið en þá fyrst sýnt viðbrögð gagnvart stjórntækjum bifreiðarinnar. Mögulega hafi hún ekki verið með hugann við aksturinn, án meðvitundar eða sofnað í nokkrar sekúndur.

Að lokum áréttar Rannsóknarnefnd samgönguslysa að finni ökumenn fyrir syfju eða þreytu eigi þeir að taka sér hvíld eða hætta akstri.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Í gær

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“