fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Arnar Þór segir að djúpríkið sé staðreynd á Íslandi og skýrt dæmi um það muni birtast á næstu vikum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 10:00

Arnar Þór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hann hafi í störfum sínum komist að því að djúpríki sé við lýði á Íslandi.

Arnar Þór er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is en fjallað er um viðtalið á síðum Morgunblaðsins í dag.

Í þættinum berst talið meðal annars að hinu svokallaða djúpríki sem verið hefur meira og meira áberandi í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Í grunninn felur hugtakið í sér leynilegt bandalag hagsmunaafla sem hefur það markmið að tryggja eigin stöðu umfram aðra þjóðfélagsþegna en á þeirra kostnað.

Arnar Þór segir að þetta sé við lýði hér á landi og birtist til dæmis í samtvinnun valds milli stjórnmála og viðskiptalífs.

Styrmir um íslenska djúpríkið: „Er kannski eitthvað „ógeðslegt“ við samfélag okkar?“

„Þar sem útvaldir menn eru teknir og þeim er hampað, það eru búin til embætti, það er gagnkvæm hagsmunagæsla milli flokka,“ segir hann og nefnir sendiherraembætti sem dæmi um þetta. „Þetta fór inn í bankana áður fyrr. Núna fer þetta í sendiherrastöður og annað.“

Þegar Stefán Einar spurði hvort um samantekin ráð væri að ræða sagði Arnar svo vera og þetta væri augljóst öllum sem vilja sjá. Hann taldi þó ósanngjarnt og ekki við hæfi að nefna nöfn í þessu samhengi. Hann telur þó að skýrt dæmi um þetta muni birtast á næstunni.

„Ég skal nefna eitt dæmi sem mun væntanlega gerast á næstu dögum eða vikum. Katrín Jakobsdóttir verður væntanlega sett í eitthvert gott embætti á vegum íslenska ríkisins eða hjá erlendum stofnunum.“

Spurður hvort hann hefði einhverjar upplýsingar um þetta sagði Arnar Þór að þetta muni væntanlega gerast. „Menn þurfa ekki annað en að þekkja söguna sæmilega til að sjá hvernig þetta er gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Í gær

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Í gær

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“