fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 22:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota, drónum sem eru notaðir til árása í Úkraínu.

Þetta sagði vestrænn embættismaður í samtali við Sky News. Ef þetta er rétt, þá er þetta í fyrsta sinn, svo vitað sé, að Kínverjar hafi látið Rússum vopn í té til að nota í stríðinu í Úkraínu.

Slík þróun er að vonum mikið áhyggjuefni fyrir úkraínska ráðamenn og vestræn stuðningsríki Úkraínu og mun auka enn á spennuna á milli Vesturlanda og kínverskra ráðamanna.

Talsmaður NATÓ sagði þessar upplýsingar „mikið áhyggjuefni“  og að bandamenn Úkraínumanna væru að „ræða málið“.

Sky News segir að talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum hafi aðspurður aðeins sagt „sendiráðið þekki ekki til málsins“ en bætti við að strangar reglur séu í gildi í Kína varðandi útflutning dróna sem og þá sérstaklega varðandi dróna, sem er hægt að nota til hernaðarnota.

Vestræn ríki hafa sakað Kínverja um að sjá Rússum fyrir tvínota vörum en þær er hægt að nota til hernaðarnota auk annarra nota. Meðal þessara vara eru hálfleiðarar, ratsjár og skynjarar. Allt eru þetta hlutir sem eru meðal annars notaðir í hergögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“