Maður sem grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana á Neskaupstað í ágúst síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald fram til 1. nóvember næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Einnig kemur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel. Mikil vinna sé fram undan við úrvinnslu gagna sem muni taka tíma.
Tekið er fram að ekki sé að vænta frekari upplýsinga að svo stöddu frá lögreglu vegna málsins.