fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Verður eldgos á kjördag?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fara líkur vaxandi á því að mögulega verði enn eitt eldgosið á Reykjanesskaga í lok nóvember sem gæti þýtt að íslenska þjóðin muni ganga til alþingisskosninga á meðan eldgos er í gangi.

Samkvæmt tilkynningunni heldur landris og kvikusöfnun í Svartsengi áfram og hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina se áfram mjög lítil en síðustu vikur hafi eingöngu mælst nokkrir smáskjálftar á dag.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Veðurstofan hafi undanfarið lagt mat á hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Matið hafi verið uppfært frá því í síðustu viku, út frá nýjum líkanreikningum sem byggðir séu á GPS-mælingum og gervitunglagögnum. Út frá þessu nýja mati á kvikusöfnuninni megi reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Þetta mat sé háð þeim aflögunargögnum sem séu til staðar á hverjum tíma. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist muni þetta mat breytast í samræmi við það.

Horft bæði til stöðu kvikusöfnunar og vaxandi skjálftavirkni til að meta hvort að styttist í næsta atburð

Veðurstofan segir að í aðdraganda síðustu tveggja eldgosa hafi skjálftavirkni á svæðinu norðvestan við Grindavík farið vaxandi vikurnar áður en gosin hófust. Talið sé að þessi skjálftavirkni sé vísbending um það að þrýstingur í kvikuhólfinu sé farinn að aukast og að það styttist í næsta atburð.

Lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þarf að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði, segir Veðurstofan einnig. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum en einnig sé mikilvægt að horfa á hvernig skjálftavirknin vex samhliða kvikusöfnuninni.

Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma og rúmmál kviku undir Svartsengi sé komið innan óvissumarka megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Líkurnar muni síðan aukast smám saman eftir því sem meira magn kviku bætist við og skjálftavirkni aukis. Mögulega þurfi að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefjist.

Í tilkynningunni segir að lokum að hættumat Veðurstofunnar sé óbreytt frá því í síðustu viku. Nýja hættumatið gildir til 12. nóvember, að öllu óbreyttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“