fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Þriðji mánuðurinn í röð sem telst markvert kaldur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 10:15

Það hefur verið kaldara en venjulega hér á landi síðustu misseri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að þessi októbermánuður stefni í það að verða kaldur um allt land.

„Hitinn stefnir í að verða markvert undir meðallagi. Það er sem nemur a.m.k. einu staðalfráviki undir 30 ára meðaltalinu, 1991-2020,“ segir Einar í færslu á Facebook-síðu Bliku og bætir við að þar með verði þetta þriðji mánuðurinn í röð, bæði í Reykjavík og á Akureyri, sem telst markvert kaldur.

„Ágúst var meira en einu stigi kaldari en í meðalári og september tæpum tveimur stigum,“ segir hann.

„Þeir skiptast nú nokkuð á alla jafnar kaldir og hlýir mánuðir og nánast meðalmánuðir í hita inn á milli. Þannig eru sveiflurnar. En að fá nú þrjá þetta kalda mánuði í röð er heldur mikið að mínu mati,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hending að þeir raðist svona saman. Veðrið hafi haft ýmis einkenni kuldatíðar mest allan þennan tíma, eða raunar frá því um 20. Júlí.

„Á háloftakortum birtist að jafnaði skarpt drag yfir landinu frá 1. ágúst. Því hafa fylgt tíðar N-átt og hitinn í um 1.200 til 1.300 m hæð (850 hPa) hefur verið um 1,0 til 1,5°C undir meðallagi að jafnaði. Slíkur kuldi þarna uppi skilar sér til jarðar,“ segir hann.

Hann segir að í Reykjavík hafi fimm af síðustu tólf mánuðum, frá nóvember 2023, verið markvert kaldir. Þrír til viðbótar heldur minna kaldir og enginn mánaðanna síðasta árið telst vera markvert hlýr. Síðasti þess konar mánuður kom í Reykjavík í ágúst í fyrra.

„Á Akureyri teljast 7 af síðustu 12 mánuðum hafa verið markvert kaldir. 2 hins vegar markvert hlýir (maí og júlí). Nú þegar þrír dagar eru eftir af þessum mánuði stefnir í að októberhitinn á Akureyri verði sá lægsti í meira en 40 ár (frá 1981). En eins og ævinlega spyrjum við að leikslokum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir