fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

„Þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. október 2024 12:30

Sigmar Guðmundsson Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað ótrúlega sláandi og sorgleg saga. Það var þannig að fyrir einhverjum vikum skrifaði ég grein um að þá voru margir sem ég vissi til sem voru að deyja úr fíknisjúkdómnum og hefur reyndar verið óvenju mikið um dauðsföll að undanförnu. Ásgeir Gíslason hafði samband við mig þann dag og vildi hitta mig og sagði að hann hefði sláandi sögu að segja mér sem hann vildi fá að rekja fyrir mér undir fjögur augu. Við hittumst og þá var hann að segja mér þessa frásögn og koma henni á framfæri vegna þess að hann treysti sér ekki til þess sjálfur eða fjölskyldan,“

segir Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Sigmar birti eftir samtal þeirra Ásgeir frásögn hans af andláti tveggja sona hans sem létust sama dag af völdum fíknisjúkdóms.

Sjá einnig: Sigmar fékk átakanlegt símtal frá föður tveggja bræðra: Létust með tólf klukkustunda millibili – „Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst“

„Það var þannig að 9. ágúst síðastliðinn þá dó sonur hans, Jón Kjartan, í íbúð sinni í Kópavogi og öll ummerki benti til þess að þetta hefði verið ofskömmtun vímuefna, lyfja. Og eins og gerist þegar svona kemur upp þá er hringt í lögreglu, sjúkralið og bráðaliða og það fara allir á vettvang og eru þar í einhvern tíma að vinna. Sindri Geir yngri bróðir Jóns Kjartan og sonur Ásgeirs bjó líka í íbúðinni og hann vildi vera áfram í íbúðinni eftir að lögregla og bráðaliðar hurfu af vettvangi. Fjölskyldan vildi frekar að hann færi eitthvað annað en hann vildi vera þarna áfram. Svo fór fjölskylduna að undra það að það náðist ekki samband við Sindra Geir og þá var lögregla kölluð aftur á vettvang í þetta sama hús í Kópavogi. Og þá kom lögregla og bráðaliðið að Sindra Geir látnum líka. Hann hafði líka dáið úr ofneyslu efna, lyfja, öll ummerki bentu til þess að það væri þannig, ekki viljaverk. Þannig að synir Ásgeirs tveir,  sitt hvoru megin við þrítugt, annar fæddur 1990, hinn 1997, þeir deyja með 12 klukkustunda millibili, í sömu íbúð, úr sama fíknisjúkdómnum, á sama sólarhringnum og þetta er eins sorglegt og átakanlegt og það verður.“

Fjölskyldan kennir engum um andlát bræðranna

Sigmar segir að þegar um ofskömmtun lyfja sé að ræða fari vangaveltur í gang hvort andlátið sé viljaverk eða ekki, öll ummerki benti til að í hvorugu tilfellinu hafi þetta verið viljaverk, niðurstöður úr krufningu séu ekki komnar.

„Þeir höfðu báðir átt við vímuefnavanda að stríða. Jón Kjartan hafði farið í meðferð seint á síðasta ári og náði sér ekki alveg á strik, það varð smá bið á að hann kæmist í áframhaldandi meðferð út af plássleysi. Hann féll og náði sér ekki alveg á strik aftur.“

Sjá einnig: Hafa látist langt fyrir aldur fram á innan við tveimur árum – „Öll voru þau einu sinni saklaus lítil börn með allt lífið framundan“

Rekur Sigmar stöðuna sem er í meðferðarmálum hérlendis þar sem langir biðlistar eru í meðferð og verið að forgangsraða. Segir að fjölskylda bræðranna vilji taka skýrt fram að þau eru ekki að kenna neinum um andlát bræðranna og allra síst sem eru að reyna að hjálpa einstaklingum í þessari stöðu, sökina segir hann frekar hjá þeim sem stýra fjárveitingum í þennan málaflokk.

„Sindri Geir hafði margoft reynt að ná sér í bata líka. Hann átti tvö mjög ung börn og þau þá alast upp við að fá ekki að hitta pabba sinn framar. Hann var búinn að gera mjög mikið til þess að reyna að vera edrú fyrir fjölskylduna sína og börnin sín veit ég. Alveg ítrekað að reyna en þetta er bara svo flókinn og erfiður sjúkdómur, getur verið svo erfitt að ná sér á strik. Stundum koma tímabil hjá fólki þar sem allt er einhvern veginn læst, svo allt í einu kannski ná menn batanum. En því miður var það þannig með hann að hann náði því ekki.“

Vilja að samfélagið ræði um fíknisjúkdóminn

Þetta eru auðvitað bara tveir ungir menn sem áttu framtíðina fyrir sér, áttu allt gott skilið eins og við öll, góðir drengir elskaðir af fjölskyldunni sinni. Þeir voru bara fastir í viðjum fíknar eins og gerist. Því miður er það bara staðreyndin að fólk deyr því miður í stórum stíl á Íslandi af þessum sjúkdómi þó það gangi svolítið hægt að opna augu fólks fyrir því.“

Sigmar segir föður bræðranna og systur þeirra finnast ótrúlega mikilvægt, þó þau treysti sér ekki enn sjálf til að vera í viðtölum, að andlát bræðranna sé rætt. Þeim finnst gríðarlega mikilvægt að fólk viti að fíknisjúkdómurinn er að leggja að velli ungt fólk, gott fólk, sem var bara að reyna að lifa eðlilegu lífi enn með þessa veiki í sér. Þau vilja að samfélagið ræði þetta. Þetta er það sem er að gerast og hvað ætlum við að gera? Hvernig ætlum við að bregðast við? Af hverju erum við tilbúin til að vera fljótt á vettvang, þegar þarf að bjarga byggð og reisa varnargarða, af hverju reisum við ekki varnargarða um þetta fólk? Af hverju erum við svona fljótt til þegar verða umferðarslys en þegjum þegar þessi…þetta er ekkert annað en slys…þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum. Hugsaðu þér ef þetta hefði nú verið þannig að þessir tveir ungu menn, eða einhverjir aðrir ungir menn hefðu látist á sömu gatnamótunum með 12 klukkustunda millibili, geturðu ímyndað þér hvernig umræðan væri í samfélaginu?“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg