fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Sparkaði í punginn á lögreglumanni í Keflavík

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. október 2024 13:30

Maðurinn fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir sparkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur fyrir að sparka í punginn á lögreglumanni í Reykjanesbæ. Mætti hann ekki fyrir dóm og var dæmdur að honum fjarstöddum.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. október síðastliðinn og var birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar er atvikum líst sem gerðust aðfaranótt laugardagsins 5. ágúst árið 2023.

Hafði hinn erlendi maður verið færður í lögreglubíl og verið var að aka frá Hafnargötu í Keflavík að lögreglustöðinni við Hringbraut. Sparkaði hann þá í klofsvæði lögreglumanns sem var við skyldustörf með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli neðst í kvið hægra megin og eymsli og bólgu í kvið og nára hægra megin niður í pung.

Var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og krafist að hann yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Mætti maðurinn ekki fyrir dóm og hafði ekki heldur boðað forföll. En bæði ákæra og fyrirkall var birt með lögmætum hætti. Var málið því dæmt að honum fjarstöddum og hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir