fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Saka Sigurð Inga um slæma stjórnsýslu – Starfsstjórn hafi ekki umboð til að leggja á slíkan „landsbyggðarskatt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. október 2024 11:00

Meiri gjöld verða lögð á skemmtiferðaskipagesti um áramót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú samtök sem standa að komum skemmtiferðaskipa gagnrýna harðlega fyrirhugað afnám tollarfrelsis hringsiglinga og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip. Saka þau Sigurð Inga Jóhannsson, fjármálaráðherra, um slæma stjórnsýslu.

„Af hálfu fjármálaráðuneytisins er um einstaklega slæma stjórnsýslu að ræða að gefa aðeins tvo virka daga til að koma með andmæli við fyrirhugaða lagabreytingu,“ segir í umsögninni. En undir hana rita Sigurður Jökull Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland, Nikos Mertzanidis, varaforseti hafna og áfangastaða og skattamála hjá CLIA og Frigg Jörgensen, framkvæmdastjóri AECO.

Í umsögn sinni lýsa samtökin yfir harðri andstöðu við frumvarp Sigurðar Inga um nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip sem á að taka gildi 1. janúar árið 2025. Einnig er mótmælt fyrri löggjöf sem mælir fyrir um afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip sem taka gildi sama dag. Enn hafi ekki verið brugðist við mótmælum hagaðila, innlendra sem erlendra.

Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðinum gagnrýndi Björn Ingimarsson, sveitarstjóri og hafnarstjóri Múlaþings lagabreytingarnar mjög harkalega. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir breytingarnar einnig en bæði sveitarfélög taka við fjölda skemmtiferðaskipa.

2500 krónur á dag

Að sögn Cruise Iceland eru beinar tekjur vegna hringsiglinga skemmtiferðaskipa að lágmarki 10,8 milljarðar króna. Það er vegna hafnargjalda, áætlaðri eyðslu ferðamanna, opinberum gjöldum, olíusölu, flugfargjöldum og þjónustu.

Telja samtökin að breytingarnar muni hafa neikvæð áhrif á íslenskan efnahag, á störf og á landsbyggð, sem og að fela í sér mismunun.

„Á meðan við fögnum því að gistináttaskattur eigi ekki lengur við um alþjóðlega farþegaflutninga með skipum þá er álagning innviðagjalds upp á 2.500 ISK á hvern farþega fyrir hvern byrjunardag sem skip dvelur við Ísland slík viðbótarálagning og skrifræði fyrir skemmtiferðaskipin að hún verður sértæk skattlagning á farþegaflutninga til landsins sem aðrir mátar farþegaflutninga til og frá Íslandi verða undanskildir,“ segir í umsögninni. „Upphæðin er fimm sinnum hærri en gistináttaskatturinn sem er aflagður og er einnig án nokkurra fordæma á heimsvísu hjá öðrum þjóðum fyrir hverjar 24 stundir sem skip er innan efnahagslögsögu.“

Muni fyrirhugað innviðagjald líklega hafa miklar afleiðingar fyrir starfsemi skemmtiferðaskipa við Ísland. Þetta skapi sérstaka hættu fyrir minni samfélög á landsbyggðinni sem reiði sig að miklu leyti á tekjur frá skemmtiferðaskipum. Í raun sé verið að leggja á landsbyggðarskatt.

Eyða miklum peningum

Íslenskar rannsóknir sýni að farþegar skemmtiferðaskipa skapi miklar tekjur fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni án þess að valda umtalsverðu álagi á innviði.

„Hótelnætur, millilandaflug, eldsneytiskaup, flutningar, matarkaup og önnur þjónusta sem er keypt dreifist víða um landið og sérstaklega í byggðalögum utan alfaraleiðar þar sem margir rekstraraðilar reiða sig alfarið á tekjur af skemmtiferðaskipum,“ segja samtökin. „Mörg samfélög hafa enn fremur lagt í umtalsverðar fjárfestingar til að þjónusta skemmtiferðaskipin á grunni tekna frá þeim og myndu þessar fjárfestingar verða í uppnámi í kjölfarið.“

Sjá einnig:

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann

Samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics er efnahagslegt umfang geirans 37,2 milljarðar á ári. Þetta séu 315 þúsund farþegar, um 12 til 14 prósent allra erlendra ferðamanna. Þeir séu að stærstum hluta Bandaríkjamenn sem eyði meiri peningum en aðrir erlendir ferðamenn.

Skattur á Ísafjörð og Húsavík

Er forgangsröðun stjórnvalda gagnrýnd og bent á að skemmtiferðaskip séu eina leiðin sem færir alþjóðlega ferðamenn til staða á borð við Ísafjörð, Grímsey, Húsavík, Borgarfjörð eystri, Seyðisfjörð og Vestmannaeyjar.

„Að velja eingöngu skemmtiferðaskipin úr fyrir aukna gjaldtöku sem aðrir geirar ferðaþjónustunnar eru ekki látnir sæta mun leiða til þess að samfélög þessi standa ekki jafnfætis öðrum hvað aðgengi að ferðamönnum varðar,“ segir í umsögninni.

Farþegar skemmtiferðaskipa greiði nú þegar fimmtán mismunandi gjöld til þeirra hafna sem þeir heimsækja. Einnig verði að hafa í huga að farmiðar eru settir á markað með margra ára fyrirvara.

„Álagning innviðagjalds með svo fáránlega hárri upphæð sem 2.500 ISK á farþega á dag frá 1. janúar 2025 leyfir skemmtiferðaskipunum með engu móti að aðlagast fyrirkomulaginu í tæka tíð.“

Starfsstjórn hafi ekki heimild til að taka pólitíska ákvörðun

Bent er á að skipafélögin séu erlend og geti illa brugðist hratt við fyrirhuguðum lagasetningum með litlum fyrirvara. Segja samtökin að um sé að ræða pólitíska ákvörðun sem sitjandi starfsstjórn hafi ekki umboð til þess að taka.

„Eðlilegt er að pólitískar ákvarðanir sem hafa áhrif á heilan geira ferðaþjónustunnar í mörgum sveitarfélögum séu teknar af stjórnmálamönnum sem hafi umboð til að taka slíkar ákvarðanir og verði látnir bera ábyrgð á þeim í kosningum,“ segir í umsögninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“
Fréttir
Í gær

Ágreiningur endaði með lífshættulegri hnífsstunguárás á Kjalarnesi

Ágreiningur endaði með lífshættulegri hnífsstunguárás á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Í alvarlegu ástandi eftir að bifreið fór út af bryggju í Reykjavíkurhöfn

Í alvarlegu ástandi eftir að bifreið fór út af bryggju í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar í Garði uggandi vegna framkvæmdar í Gaukstaðalandi – Óttast annað „Árskógaslys“

Íbúar í Garði uggandi vegna framkvæmdar í Gaukstaðalandi – Óttast annað „Árskógaslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi er gróflega misboðið – Gríðarleg hækkun fasteignagjalda á Akranesi sett í felubúning

Vilhjálmi er gróflega misboðið – Gríðarleg hækkun fasteignagjalda á Akranesi sett í felubúning