fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur svarað grein Snorra Mássonar, fjölmiðlamanns og frambjóðanda Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar.

Hallgrímur skaut léttum skotum á Snorra í þætti Gísla Marteins síðastliðið föstudagskvöld en í þeim þætti gagnrýndi hann einnig Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á eftirminnilegan hátt vegna ummæla hans um útlendingamál.

Segir Hallgrím hafa afhjúpað Bjarna í beinni – „Takk Hallgrímur“

Snorri skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir þetta og ræddi meðal annars stöðu íslenskunnar. Ræddi hann um að mistekist hefði hrapallega að tryggja að aðfluttir hér á landi tileinki sér tungumálið, svo illa að í alþjóðlegri skýrslu fái Íslendingar falleinkunn.

Snorri vísaði svo í ummæli Hallgríms í þætti Gísla Marteins þar sem hann benti á að það séu helst útlendingar sem byggi húsin hér á landi.

„Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ spurði Hallgrímur og hélt áfram: „Við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt.“ Hallgrímur lauk máli sínu svo á skýrum skilaboðum: „Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti, sem eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum.“

Snorri benti svo á að margir hafi hrifist af afgreiðslu Hallgríms, til dæmis Hjálmar Gíslason einn eigenda Heimildarinnar sem sagði á Facebook:  „Vá, hvað Hallgrímur negldi þetta. Það þarf ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar. Umræðan getur snúist um eitthvað annað.“

Snorri sagði í grein sinni að þetta væri lýsandi þversögn fyrir stjórnmálaumræðu okkar tíma.

„Á aðra höndina höfum við augljóst og alvarlegt útlendingavandamál, eins og stöðu tungumálsins hjá nýbúum. Á hina höndina höfum við þennan áhrifamikla álitsgjafa í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, sem útskýrir fyrir okkur að ef menn voga sér að ýja að einhverju sem heitið gæti útlendingavandamál, falli þeir sjálfkrafa í flokkinn „á fallanda fæti“. Þeir verða að einhvers konar illmennum.“

Hallgrímur svaraði þessum pistli Snorra stuttlega á Facebook-síðu sinni í gær og gerði það meðal annars með myndbroti af ummælum sínum í þætti Gísla á föstudagskvöld. Hann sagði þó einnig:

„Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Það kemur hér. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum“

„Þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum“
Fréttir
Í gær

Hundaeigendur ósáttir við Icelandair – Ef þú getur ekki flutt inn hundinn þinn þá ertu að skilja eftir fjölskyldumeðlim

Hundaeigendur ósáttir við Icelandair – Ef þú getur ekki flutt inn hundinn þinn þá ertu að skilja eftir fjölskyldumeðlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi