fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, segir að hans gamli kennari í Háskóla Íslands, Ólafur Þ. Harðarson, hafi komið honum illilega á óvart með lokaorðum sínum í Silfrinu í gærkvöldi.

Í þættinum ræddi Ólafur stöðu mála nú þegar mánuður er til kosninga og fór meðal annars yfir skoðanakannanir sem birtar hafa verið síðustu daga.

Þá var hann spurður út í það hvort framboð Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, kæmi til með að hafa hugsanlega einhver áhrif á gengi Samfylkingarinnar.

Ólafur svaraði því til að einstakir frambjóðendur á listum hefðu ekki mikil áhrif á heildargengi flokkanna, en hugsanlega áferðin á frambjóðendum í heild sinni.

Taldi hann ósennilegt að framboð Dags og upphlaup vegna umdeilds bréfs Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins, til kjósanda flokksins kæmi til með að hafa áhrif.

Það sem hann sagði í kjölfarið vakti athygli Glúms því Ólafur sagðist ekki muna eftir því að talað hafi verið eins illa um nokkurn stjórnmálamann og Dag B. Eggertsson – nema þá Bjarna Benediktssonar.

„Þannig að þeir tveir eru í hálfgerðri úrvalsdeild hvað þetta varðar,“ sagði hann.

Glúmur er ekki sáttur við þessi ummæli því hann telur að verr hafi verið talað um annan þekktan íslenskan stjórnmálamann, föður hans.

„Bullshit. Um engan íslenskan stjórnmálamann hefur verið talað jafn illa um og Jón Baldvin Hannibalsson sem einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað. Og eins og fáir ættu að vita betur en þú var það sá maður sem gerði eitthvað að viti á sínum ferli og þjóðinni mest gagn,“ sagði Glúmur sem vandaði Ólafi ekki kveðjurnar eins og sjá má í færslu hans hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum“

„Þetta eru tvö banaslys sem verða í þessari íbúð í Kópavoginum á sama sólarhringnum“
Fréttir
Í gær

Hundaeigendur ósáttir við Icelandair – Ef þú getur ekki flutt inn hundinn þinn þá ertu að skilja eftir fjölskyldumeðlim

Hundaeigendur ósáttir við Icelandair – Ef þú getur ekki flutt inn hundinn þinn þá ertu að skilja eftir fjölskyldumeðlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“