fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Birna Dröfn: „Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Birnu Drafnar Jónsdóttur gat ekki hreyft hægri höndina er hún vaknaði morgun einn fyrir nokkrum árum. Ellefu dögum síðar var hún látin.

Dánarorsökin var heilaslag en eitt helsta einkenni þess er að missa kraft í annarri hendi. Birna birtir áhrifamikinn pistil um þetta málefni á Vísir.is í dag en tilefni hans er að í dag, 29. október, er alþjóðlegi slagdagurinn.

Birna lýsir aðdragandanum að dauða móður sinnar með þessu orðum:

„Einn kaldan morgun í febrúar fyrir nokkrum árum vaknaði kona í Vesturbænum, þá nýorðin 60 ára. Fyrst eftir að hún opnaði augun hélt hún að dagurinn yrði eins og flestir aðrir dagar. Hún myndi fá sér kaffi, lesa blaðið og fara í göngutúr en þegar hún hafði rankað betur við sér áttaði hún sig á því að hún gat ekki hreyft hægri höndina.

Konan vissi strax að það væri eitthvað að en áttaði sig ekki á því hvað það var.

Hún ákvað að hringja í heilsugæsluna og henni var sagt að koma og hitta lækni. Læknirinn skoðaði konuna og vissi strax að það væri eitthvað að – en vissi ekki hvað.

Hann ákvað að senda konuna með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað.

Þegar líða fór á daginn og biðin varð lengri hringdi konan í börnin sín og sagði þeim að hún væri á Landspítalanum, hún gæti ekki hreyft aðra höndina og henni líði eins og eitthvað alvarlegt væri að. Börnin komu til hennar á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var.

Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin. Þennan kalda febrúarmorgun hafði hún fengið heilaslag.“

Algeng dánarorsök

Birna segir að ein af hverjum fjórum manneskjum fái heilaslag einhvern tíma á ævinni. Sjúkdómurinn er einnig þekktur undir heitinu heilablóðfall. Þetta er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Einnig er heilaslag ein algengasta orsök fötlunar meðal fullorðinna. Heilalslag getur haft mjög alvarlegar og jafnvel lífshættulegar afleiðingar, eins og var í tilfelli móður Birnu.

Í greininni fjallar Birna um einkenni heilaslags og útskýrir FAST-hetjurnar, sem er alþjóðlegt skólaverkefni fyrir 5-9 ára börn, þar sem þeim eru kennd einkenni slags og hvernig þau eigi að bregðast við þegar þau gera vart við sig.

Pistilinn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi

Glúmi brugðið vegna ummæla Ólafs í Silfrinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“

Hallgrímur svarar Snorra með myndbroti úr þætti Gísla Marteins – „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“