fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fréttir

Theodór furðar sig á því að mega ekki kjósa því það munar einum degi – „Af hverju þarf þetta að vera svona?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Lúðvíksson er íslenskur ríkisborgari sem er búsettur í Frakklandi. Hann hefur þó verið sviptur kosningarétt í tvennum kosningum á þessu ári, út af hægagangi kerfisins. Hann vekur athygli á málinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann velti upp spurningunni hvort um mannréttindabrot sé að ræða.

„Ég er einn af mörg­um Íslend­ing­um sem búa er­lend­is og á lög­heim­ili í Frakklandi. Ég hef hins veg­ar ekki kosn­ing­ar­rétt þar því ég er út­lend­ing­ur. En meðan ég lifi held ég kosn­inga­rétti á Íslandi vegna rík­is­borg­ara­rétt­ar míns. Eða hvað?“

Theodór hlýddi á nýársávarp þáverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Þar tilkynnti Guðni að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Theodór fór þá að athuga með kosningarétt sinn, sem þarf að endurnýja á fjögurra ára fresti. Kosningarétturinn reyndist útrunninn. Hann óskaði því eftir endurnýjun og fékk svarið frá Hagstofu Íslands að hann væri nú kominn aftur inn í kerfið, en kosningaréttur myndi þó ekki virkjast fyrr en 1. desember. Hann gat því ekki nýtt kosningaréttinn til að kjósa nýjan forseta. Nú þegar fyrir liggur að kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember er ljóst að Theodór mun ekki heldur taka þátt í þeim kosningum. Út af einum degi og hægagangi kerfisins. Theodór veltir fyrir sér hvað réttlætti þessa stöðu í ljósi þeirrar tækni sem til boða stendur í dag.

„Ef Guðni hefði gefið út þessa yf­ir­lýs­ingu fyr­ir 1. des­em­ber 2023 og hefði ég kært mig inn á kjör­skrá þá hefði ég náð að kjósa for­seta í júní 2024. Einnig þar sem kjör­dag­ur fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 2024 er 30. nóv­em­ber 2024 næ ég held­ur ekki að kjósa þar, þó að um­sókn mín til að kom­ast á kjör­skrá hafi verið samþykkt í janú­ar eða fe­brú­ar 2024

En af hverju þarf þetta að vera svona? Búum við á tækni- og tölvu­öld eða erum við enn í forn­öld? Er ekki kosn­inga­rétt­ur hluti af al­menn­um mann­rétt­ind­um? Kosn­inga­rétt­ur er einn af horn­stein­um lýðræðis. Ef þjóðskrá hef­ur samþykkt um­sókn af hverju þarf að bíða í marga mánuði eft­ir að 1. des­em­ber renni upp?“

Það stendur í kosningalögum að þegar íslenskir ríkisborgar sem búa erlendis eru teknir inn á kjörskrá gildir ákvörðun um slíkt í fjögur ár frá og með 1. desember eftir að umsókn var lögð fram. Theodór veltir fyrir sér hvort þetta sé sanngjarnt. Sem dæmi mætti nefna að Theodór sem sótti um að vera tekinn inn á kjörskrá í byrjun árs, fær kosningarétt sinn á sama tíma og þeir sem sækja um að vera teknir inn í lok nóvember.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórunn sár og reið út í Bjarna: „Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það“

Þórunn sár og reið út í Bjarna: „Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar við það að gefast upp á lögreglustarfinu eftir morðölduna á árinu – „Sum mál sitja lengur í manni en önnur“

Ragnar við það að gefast upp á lögreglustarfinu eftir morðölduna á árinu – „Sum mál sitja lengur í manni en önnur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns