fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn meðal þeirra 400 merkustu – „Þetta kom mér al­ger­lega á óvart“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 08:01

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur verið valinn einn af 400 merkustu félögum sögunnar í Pembroke College í Oxford.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en tilefni valsins er 400 ára afmæli Pembroke College sem var stofnaður árið 1624.

Óhætt er að segja að Hannes sé í góðum félagsskap á listanum því þar er einnig að finna rithöfundinn J.R.R. Tolkien, höfund Hringadróttinssögu, bandaríska öldungadeildarþingmanninn J. William Fulbright, breska stjórnmálamanninn Michael Heseltine lávarð og samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Buttigieg.

Hannes ræðir þetta í samtali við Morgunblaðið þar sem hann segir meðal annars:

„Þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég fékk tilkynningu frá Pembroke um þetta. En ég á ekki nema góðar minningar frá Oxford, þar sem ég var árin 1981 – 1985,“ segir hann meðal annars.

„Þar var spurt hvaða rök­semd­ir og gögn menn gátu lagt fram en ekki hverra manna þeir væru eða í hvaða klíku. Á mín­um náms­ár­um í Oxford var þetta kyrr­lát­ur griðastaður fyr­ir grúsk og rann­sókn­ir, fjarri skarkala heims­ins, en samt í góðum tengsl­um við hann, enda ekki nema klukku­tíma ferð í lest til Lund­úna.“

Í umfjöllun Morgunblaðsins er vísað í umsögn um Hannes á heimasíðu Pembroke College og er þess getið að hann hafi verið R.G. Collingwood Scholar á Pembroke og tvö ár og stofnað Hayek Society í Oxford. Þá sé hann kunnur álitsgjafi og málsvari hins frjálsa markaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir