Í tilkynningu frá Norðurlandaráði kemur fram að forseti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy sé væntanlegur til Íslands.
Forsetinn mun ávarpa þingfulltrúa Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins í Reykjavík 29. október. Meginþemað á Norðurlandaráðsþingi í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.
Einnig segir í tilkynningunni að Zelenskyy muni í heimsókn sinni til Íslands einnig hitta þá norrænu forsætisráðherra sem verði á landinu vegna þingsins. Þeir muni halda tvíhliða fundi og einnig halda sameiginlegan blaðamannafund.