fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Segir Hallgrím hafa afhjúpað Bjarna í beinni – „Takk Hallgrímur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 18:00

Hallgrímur Helgason og Bjarni Benediktsson. Myndir: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og einn af forsvarsmönnum Sósíalistaflokksins lýsir yfir mikilli ánægju á Facebook-síðu sinni með orð Hallgríms Helgasonar rithöfundar í garð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, síðasta föstudagskvöld. Segir Gunnar Smári að Hallgrímur hafi afhjúpað forsætisráðherrann með jafn kröftugum hætti og gert var við keisarann í ævintýrinu Nýju fötin keisarans. Það eru þó ekki allir sem taka undir það í athugasemdum við færslu Gunnars Smára, þar á meðal er einn hans helsti fjandvinur.

Gunnar Smári skrifar:

„Þegar þú ert forsætisráðherra þá geturðu ekki talað svona,“ sagði Hallgrímur Helgason í Vikunni með Gísla Marteini. Og á eftir fylgi afhjúpandi ræða sem sýndi að Bjarni er bjáni, illa meinandi bjáni þegar kemur að stjórnmálum. Ég man ekki eftir öðru eins keisarinn-er-nakinn-mómenti í Ríkissjónvarpinu. Takk Hallgrímur, svona eiga listamenn að vera, benda á skinhelgi, heimsku og illan hug þeirra sem belgja sig út í háum embættum.

Eins og ég þreytist ekki að benda á, sýna allar kannanir að þjóðin hefur fyrir löngu séð í gegnum Bjarna, að maðurinn er bjáni og samviskulaus fauti. Enginn stjórnmálamaður hefur verið jafn fyrirlitinn á Íslandi, ekki einu sinni Davíð Oddsson. En það lýsir eymd og aumingjaskap fjölmiðla á Íslandi og stjórnmálastéttarinnar svo til allrar, að þjóðin þarf að hlusta á það vikum saman, mánuðum og árum saman, að spilling, glappaskot og heimska Bjarna í stjórnmálum séu merki um hæfni, jafnvel skarpskyggni og stjórnkænsku. Það reyndi Gísli Marteinn í gær, en Hallgrímur kvað hann í kútinn.“

Má forsætisráðherra segja svona?

Í þættinum var Hallgrímur meðal gesta. Talið barst að viðtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í hlaðvarpsþættinum Ein pæling þar sem hann galt varhug við of mikilli blöndun menningarheima.

Hallgrímur sagði um þetta í þætti Gísla Marteins:

„Sá sem sagði þetta. Hann er af einhverjum menningarheimi sem ég þekki ekki mjög vel. Það er eitthvað þarna Valhöll, Garðabær. Ég hef aldrei verið boðinn í mat í Garðabæ. Ég þekki þetta ekki. Hann er mér meira framandi en menningarheimur svila míns sem er frá Nígeríu. Þegar þú ert forsætisráðherra þá geturðu ekki talað svona. Þú getur ekki talað svona.“

Við þessi orð Hallgríms fögnuðu áhorfendur í myndveri og klöppuðu.

Hallgrímur hélt síðan áfram:

„Tuttugu prósent þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Vinir hans verktakarnir eru búnir að flytja hingað þúsundir manna sem byggja öll húsin okkar í dag. Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“

Þá var aftur klappað og fagnað í myndverinu. Sjá mátti Hildi Guðnadóttur tónskáld, sem var einnig gestur í þættinum og sat við hlið Hallgríms, klappa fyrir þessum orðum hans.

Útlensk í íslenskum fermingarveislum

Hallgrímur var ekki hættur:

„Það er ekki til fermingarveisla á Íslandi þar sem er ekki einhver „litaður“ í salnum eða einhver útlendur tengdur. Það er oft blandað með blóði. Það eru útlensk börn ef þú vilt kalla þau útlensk. Þetta er bara svo … við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt. Dóttir okkar var að fá frístund fyrst í þessari viku af því það vantar mannskap. Samt vorum við að henda út fólki frá Venesúela. Fínasta fólki sem vill búa hérna og vinna hérna. Maður er bara dálítið reiður yfir þessu.“

Þá gerði Hallgrímur örstutt hlé á máli sínu og tilfinningarnar virtust vera að brjótast af meiri krafti upp á yfirborðið en hann hélt síðan máli sínu áfram:

„Okkur stafar meiri hætta af öðrum hlutum eins og til dæmis Youtube, Iphones, AI (gervigreind. innsk. DV). Krakkarnir okkar eru átta tíma á dag á Youtube. Að horfa á hvað? Eitthvað efni sem einhverjir krakkar í Ameríku hafa verið að framleiða. Á meðan eru þau ekki að lesa, ekki að lesa fréttir, ekki að lesa dagblöðin, ekki að lesa Íslendingasögur eða skáldsögur … og þekkja ekki söguna okkar. Það er ekkert útlendingavandamál á Íslandi. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti og eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum eins og þessum.“

Losun

Þá var enn á ný klappað fyrir Hallgrími í myndverinu og Hildur Guðnadóttir og þriðji gesturinn Rán Flygenring rithöfundur tóku þátt í því.

Áður en Gísli Marteinn sneri sér að tónlistaratriði þáttarins bað Hallgrímur Hildi og Rán afsökunar á því að hafa talað svona lengi og þær þar með ekki komist að.

„Þetta var bara flott hjá þér,“ sagði Rán.

„Þú þurftir bara að losa þig við þetta,“ bætti Gísli Marteinn við.

Ömurlegur málflutningur eða enn frekari staðfesting

Í athugasemdum við færslu Gunnars Smára, þar sem hann þakkar Hallgrími fyrir þessi orð, eru undirtektirnar misjafnar. Sumir segja þetta enn eina staðfestingu á að rasisimi og illkvitni ráði ríkjum innan Sjálfstæðisflokksins:

„Ég hef sagt frá því áður en ég fór einu sinni í verkalýðskaffi í Valhöll (veit að þetta hljómar fáránlega). En ég hef aldrei þurft að hlusta á jafn mikinn rasisma meðan ég hef verið að borða vöfflu. Þetta met verður sennilega seint slegið.“

Gunnar Smári svarar þessari athugasemd:

„Þegar ég var ungur maður sat ég einu sinni til borðs á veitingastað og á næsta borði sátu helstu hugmyndafræðingar Sjálfstæðisflokksins, innvígðir og innmúraðir, og ræddu landsins gagn og nauðsynjar, en mest annað fólk. Því miður heyrði ég margt af þessu og fannst á eftir eins og ég þyrfti að fara heim í sturtu, eins og það hefði verið hellt yfir mig daunillum rotnandi úrgangi. Ég hafði þá aldrei heyrt fólk tala af annarri eins fyrirlitningu um annað fólk.“

Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi á MBL svarar hins vegar Gunnari Smára og segir málflutning Hallgríms ömurlegan. Stefán Einar og Gunnar Smári hafa oft deilt í netheimum og ausið svívirðingum hvor yfir annan og sá fyrrnefndi bætir einni enn við í athugasemd sinni.

„Ömurlegur málflutningur og minnir á það þegar Hallgrímur réðist á Geir Haarde með ofbeldi og yfirgangi. Svona eruð þið, ofbeldisseggirnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands