fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 12:30

Dalmatíu-hundur. Mynd: Getty. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaræktarfélag Íslands berst nú fyrir því að Icelandair dragi til baka þá ákvörðun sína að leyfa ekki frá og með 1. nóvember að gæludýr séu flutt með farþegaflugi félagsins.

Fjallað er um þetta í Sámi félagsriti Hundaræktarfélagsins. Fram kemur að forsvarsmenn félagsins hafi hitt á föstudaginn síðasta forsvarsmenn Icelandair til að ræða þessa ákvörðun flugfélagsins. Segir í umfjölluninni að ákvörðun Icelandair komi hundaræktendum og öðrum félagsmönnum illa og skapi mikla óvissu um aðgang að ræktunardýrum og heimflutningi hunda, að ónefndum rekstrargrundvelli einangrunarstöðva, en gera megi ráð fyrir að um 80 – 90 prósent innfluttra dýra hafi flogið heim með farþegavélum Icelandair.

Haft er eftir Ernu Sigríði Ómarsdóttur formanni Hundaræktarfélagsins í umfjölluninni að á fundinum hafi farið fram ágætis samtal þar sem sjónarmiðum félagsmanna og miklum áhyggjum af ástandinu hafi verið komið til skila.  Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, hafi á fundinum lagt áherslu á að ákvörðun um að kaupa ekki útbúnað í töskurými nýrra farþegavéla félagsins, fyrir flutning gæludýra, hafi verið tekin með bæði hagkvæmni félagsins og minnkun kolefnisspors í huga. Búnaðurinn sé þungur og kalli á aukna eldsneytisþörf vélanna.

Eina tengingin

Erna segir að þessi ákvörðun setji hundafólk  marga áratugi aftur í tímann, innflutningsferlið sé nógu þungt, erfitt og dýrt fyrir. Icelandair hafi árum saman verið tenging hundafólks við umheiminn enda flug eini raunhæfi kosturinn við að flytja hunda til landsins. Staðan sé mjög erfið, verði ekki fundinn einhver leið til að koma til móts við hundaeigendur. sagði Erna. ​Erna sagðist á fundinum með Icelandair hafa lagt áherslu á hversu íþyngjandi þessi ákvörðun félagsins væri og kallað eftir áframhaldandi samtali til að skoða lausnir. Hún vonaðist til að Icelandair endurskoðaði þessa ákvörðun um algert bann við flutningi gæludýra í farþegavélum.

Í umfjöllun Sáms kemur fram að dragi Icelandair ekki ákvörðunina til baka verði einungis hægt að flytja gæludýr með frakt-flugi hjá Icelandair, frá aðeins tveimur flugvöllum erlendis. Liege í Belgíu og JFK-flugvelli í Bandaríkjunum. Það sé bæði kostnaðarsamt, og í flestum tilvikum kalli það á aukin ferðalög sem orsaki aukið álag á dýr og eigendur. Samkvæmt könnun félagsins leyfi SAS, Norwegian, Finnair og Austrian air enn bókun gæludýra í farþegaflug, en flugáætlun þeirra til Íslands sé mjög takmörkuð.

Reglugerðarhindrun

Í umfjöllun Sáms kemur fram að það sé ekki bara Icelandair sem geri flutning hunda til landsins erfiðari. Önnur hindrun sé sú að samkvæmt reglum Matvælastofnunar þurfi hundur að koma til landsins á dagvinnutíma dýralækna sem heilsufarsskoði hundana við komu þeirra til landsins.

Reglugerð um innflutning hunda og katta hafi einnig verið breytt sem feli í sér að ekki sé lengur heimilt að flytja gæludýr til landsins í farþegarými flugvéla, en áður hafi verið leyfilegt að ferðast þannig með hunda undir 8 kílóum að þyngd, í búri sem komst undir farþegasæti. Að sögn Matvælastofnunar hafi komið  upp tilfelli þar sem farþegar gengu beint út með slík dýr en afhentu þau ekki til einangrunarvistar.

Að lokum segir í umfjöllun Sáms að í kjölfar reglugerðarbreytingarinnar sé sá misskilningur útbreiddur að það sé alfarið bannað að flytja hunda til landsins með farþegavélum hvort sem það er í farþega- eða töskurými.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“