fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fréttir

Bandaríkjamaður segir landa sína ræða þann möguleika að þurfa mögulega að óska eftir hæli á Íslandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 15:30

Íslenski fáninn á Lögbergi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaður varpar fram fyrirspurn til Íslendinga á Reddit. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fram kemur í spurningunni að viðkomandi hafi orðið var við umræðu meðal landa sinna að ef að allsherjar upplausn skapast í bandarísku þjóðfélagi geti mögulega verið góð hugmynd að flýja til Íslands og óska eftir hæli sem flóttamenn. Viðkomandi óskar eftir upplýsingum frá Íslendingum um hver áhrifin af fjöldaflótta Bandaríkjamanna hingað til lands geti verið. Óhætt er að segja að viðtökurnar við spurningu Bandaríkjamannsins séu ekkert sérstakar.

Fyrirspyrjandinn, sem raunar er kona, segist hafa orðið var við þessa umræðu um að þetta sé einn möguleiki til að bregðast við því ef Bandaríkjunum hnignar hratt (e. rapidly declines.) en þó nokkur ótti er í Bandaríkjunum um að sjóða muni upp úr vegna forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember.  Hún segist vera að kanna fjölskyldu sinnar vegna hvert sé best að flýja ef þörf sé á því. Hún segir Kanada vera augljósasta valkostinn en vilji kanna aðra möguleika ef ske kynni að þetta nágrannaland Bandaríkjanna yrði yfirfullt af bandarískum flóttamönnum.

Einn svarandi kýs að vera nokkuð hvass og dónalegur við konuna:

„Með fullri virðingu, komið ykkar skít í lag áður en þið reynið að stíga í okkar skít.“

Konan segist virða þetta viðhorf. Hún sé hins vegar ólétt og hafi miklar áhyggjur af afleiðingum forsetakosninganna. Hún fullvissar svarandann um að hún muni halda áfram að skoða aðra valkosti um hvert sé hægt að halda gerist þörf á því að flýja land.

Ekki Disneyland

Annar svarandi er einnig hrana- og dónalegur í svörum og segir Ísland ekki vera útópíu Disneyland eins og konan haldi. Hún sé greinilega haldin sjálfsblekkingu af hún haldi að Ísland muni veita Bandaríkjamönnum hæli.

Konan svarar því til að hún haldi alls ekki að Ísland sé útópíu Disneyland.

Annar svarandi bendir konunni á að það sé ólíklegt að Bandaríkjamenn fái hér hæli þar sem Bandaríkin séu talin öruggt land. Það þurfi eitthvað mikið að gerast til að það breytist og þá meira en bara það að bandarísk stjórnvöld snúi í auknum mæli af braut lýðræðis og taki upp aukna valdboðshyggju.

Í öðru svari er konunni bent á að fari að síga verulega á ógæfuhliðina í Bandaríkjunum muni það án efa hafa mikil áhrif á Íslandi.

Einn svarandi segir einfaldlega ekki nægilega mikið af húsnæði til á Íslandi.

Enn annar vísar til komandi alþingiskosninga og góðs gengis Miðflokksins, sem vilji herða útlendingalöggjöfina, í skoðanakönnunum. Viðkomandi segir einnig að fari svo illa að vígasveitir fari að stunda fjöldamorð í Bandaríkjunum verði bandarísku hælisleitendum samt ekki hleypt til Íslands.

Konan hefur líklega strikað Ísland út af lista yfir möguleg lönd til að flýja til, fari allt á versta veg í heimalandi hennar, eftir þessi svör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðist á starfsmann verslunar

Ráðist á starfsmann verslunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald