fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fréttir

Abbaðist upp á lögregluna og neitaði að fara

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 07:46

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt eins og yfirleitt á þessum tíma vikunnar.

Meðal annars komu við sögu umferðarlagabrot, fíkniefnasala, umferðarslys þar sem gerandi stakk af, þjófnaðir og í miðborginni voru nokkrar líkamsárásir. Einna mest rými í tilkynningu lögreglunnar fékk hins vegar einstaklingur sem tók upp á því að abbast upp á lögreglumenn. Í tilkynningunni segir að óprúttinn aðili hafi verið handtekinn fyrir að standa í vegi fyrir lögreglubifreið við skyldustörf og neitað að færa sig. Aðilinn hafi ekki farið frá lögreglubifreiðinni og hafi hann verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna hafi aðilinn neitað að fara á brott af varðsvæði lögreglu og verið þá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórunn sár og reið út í Bjarna: „Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það“

Þórunn sár og reið út í Bjarna: „Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar við það að gefast upp á lögreglustarfinu eftir morðölduna á árinu – „Sum mál sitja lengur í manni en önnur“

Ragnar við það að gefast upp á lögreglustarfinu eftir morðölduna á árinu – „Sum mál sitja lengur í manni en önnur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópsmitið á Mánagarði: Grunur um að ellefu börn til viðbótar séu smituð

Hópsmitið á Mánagarði: Grunur um að ellefu börn til viðbótar séu smituð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur er uggandi yfir stöðunni og veltir fyrir sér hvaða skilaboð sé verið að senda – „Lítið fer fyrir þakklæti“

Steingrímur er uggandi yfir stöðunni og veltir fyrir sér hvaða skilaboð sé verið að senda – „Lítið fer fyrir þakklæti“