fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Vaknaði eftir bílslys og hélt að það væri árið 1980 – Þekkti ekki fjölskylduna eða tæknina

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. október 2024 19:30

Luciano árið 1980 og í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur maður að nafni Luciano D´Adamo, lenti í dái eftir að það var keyrt á hann í höfuðborginni Róm. Þegar hann vaknaði var hann sannfærður um að árið væri 1980.

Greint var frá þessu í breska blaðinu Daily Mail í vikunni en slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum síðan.

Luciano var 63 ára gamall árið 2019 þegar keyrt var á hann. En ökumaðurinn flúði af vettvangi eftir ákeyrsluna. Luciano féll í dá í nokkra daga og þegar hann vaknaði brá honum við að heyra að það væri árið 2019. Hann hélt að það væri marsmánuður árið 1980 og átti engar minningar eftir þann tíma.

Þekkti ekki son sinn og hvað þá barnabörnin

Þegar Luciano leit í spegil þekkti hann ekki manninn sem starði til baka á hann. Í hans huga var hann enn þá ungur maður, aðeins 24 ára. Skyndilega höfðu næstum 40 ár verið tekin af honum.

Luciano hafði átt 19 ára kærustu árið 1980. Þegar hún gekk inn á sjúkrahúsherbergið, nú 58 ára eiginkona hans, móðir barnanna hans og amma barnabarnanna hans þekkti hann hana ekki. Hann mundi þó eftir að hafa langað til að giftast henni og verja lífinu með henni.

Inn gekk líka sonur hans, sem var á fertugsaldri. Í huga Luciano var hann sjálfur yngri en sonurinn. Hann vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hann vissi ekki að hann ætti son, hvað þá barnabörn.

Þegar Luciano vaknaði vildi hann fá að tala við móður sína. Þá fékk hann þær sorgarfregnir að hún væri löngu látin. Margir vinir komu að heimsækja Luciano á spítalann en hann þekkti þá ekki. Fannst honum vandræðalegt að heilsa þessu fólki sem þekkti hann svo vel.

Fyrir utan persónulegu samböndin við fjölskyldu og vini var allur heimurinn orðinn gjörbreyttur. Sérstaklega þegar kom að tölvum og samskiptatækni. Farsímarnir fundust honum hin mestu furðutól.

Örfáar minningar komið til baka

Fimm árum seinna er Luciano enn þá að vinna í að púsla saman lífi sínu. Það hefur verið heilmikið ferðalag að reyna að átta sig á öllu því sem gerst hefur. Einnig að kynnast fólkinu sínu upp á nýtt.

Örfáar minningar hafa komið til baka hjá Luciano, sem er í dag 68 ára gamall og starfar í skóla. Þetta eru minningar af teikningu af storki, númerið PN2300 sem var á vöggu fyrsta barnabarnsins árið 2014 og nafnið Matteo.

Erfiðast að líta í spegilinn

Í viðtali við ítalska miðilinn Il Messaggero sagði Luciano að erfiðast hefði verið að líta í spegilinn í fyrsta skiptið eftir slysið. Að sjá gamlan mann með grátt hár í speglinum. Honum fannst eins og hann hefði misst af því að fá að eldast. Að hann hefði misst af lífinu.

Honum skorti einnig ýmsa færni í samskiptum sem öðlast með aldrinum. Hann gat vel átt samskipti við börn en átti mjög erfitt með að eiga samskipti við sín eigin barnabörn sem afi. Í hans huga var hann enn þá 24 ára og gæti ekki verið afi.

„Stundum segi ég að ég mundi vilja fara um borð í flugvél. Það hef ég aldrei gert,“ sagði Luciano við blaðið Corriere della Sera. „Konan mín segir þá: Hvað ertu að tala um? Við vorum saman í París. Ég svara því: Þú varst þar. Ekki ég.“

Missti af Totti og titlunum tveimur

Svo eru það atriði sem skipta minna máli, en skipta samt máli. Luciano hefur alltaf verið aðdáandi fótboltaliðsins AS Roma. Hann hafði misst af titlunum sem félagið vann árið 1983 og 2001. Hann mundi ekki eftir neinum leik með Francesco Totti, goðsögninni sem spilaði með liðinu í næstum 30 ár og skoraði 250 mörk.

Hann mundi heldur ekki eftir Silvio Berlusconi eða allri þeirri uppstokkun sem orðið hefur í ítölskum stjórnmálum. Alþjóðastjórnmálin og fréttirnar eru einnig í móðu, svo sem árásin á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001.

Aldrei fengið bætur

Luciano hefur verið að vinna í að sætta sig við hlutskipti sitt. Það er að hafa tapað minningum lífs síns. Einnig að venja sig við það að geta ekki hlaupið upp stiga eins og ungur maður.

Hann hefur ekki fengið neinar fjárhagslegar bætur vegna slyssins og man ekkert eftir því. Ökumaðurinn sem keyrði á hann hefur aldrei fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör