fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Ragnar Erling varð fyrir hnífstunguárás – „Mun sofa í bílageymslum frekar en að hætta lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 14:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Erling Hermannsson, einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, segist hafa verið stunginn í lærið í gær og síma hans rænt. Segist hann ekki treysta sér lengur til að gista á gistiskýlum Reykjavíkurborgar meðan hann bíður eftir að komast inn á Hlaðgerðarkot.

„Ég lenti í því óskemmtilega atviki í gær að vera rændur símanum mínum og stunginn í lærið inn á Kaffistofu Samhjálpar. Það sem mér þykir erfiðast er að þetta eru aðilar sem eru í innsta hring með okkur á skýlunum, það er að segja ég átti engan veginn von á þessu,“ segir Ragnar Erling.

Segist hann ætla að taka þessu atviki sem grænu ljósi að mega stíga til hliðar og fara að hugsa sinn gang. 

„Ég á mjög erfitt með að halda minni vinnu áfram niðrá skýli þar sem þetta er ákveðinn trúnaðarbrestur ..

… hvenær gerist þetta næst ?? 

… og ég viðurkenni að ég er frekar skelkaður út í þessa orku ..

… ég tala ekki þetta svíkja, stinga, stela tungumál  ..

… það er einmitt þessi hlið undirheimanna sem ég er EKKI til í og þar sem þetta er annað skiptið sem þetta kemur upp ætla ég ekki að leyfa því að gerast í þriðja skiptið!“

Er á biðlista inn á Hlaðgerðarkot

Segist hann þakklátur fyrir að vera á biðlista síðastliðna tæpa þrjá mánuði eftir að komast inn á Hlaðgerðarkot, hann sé ekki kominn með dagsetningu, en það styttist í að hann komist inn.

„Þar sem augljóslega er ekki óhætt fyrir mig að fara aftur á skýlin langar mig að vita hvort einhver þarna úti eigi sófa pláss í nokkra daga á meðan ég bíð eftir að komast inn á geðdeild svo Hlaðgerðarkot ..

… ég mun sofa í bílageymslum frekar en að hætta lífi mínu eina ferðina enn.“

Segist Ragnar Erling ekki þrá neitt meira en rólegt líf í jafnvægi.

„Vona og bið til Guðs að einhver þarna úti geti hjálpað mér í eitt síðasta skiptið áður en ég get loks hjálpað sjálfum mér eins og þið eruð alltaf að tala um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Í gær

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“